Líf flestra er alveg skelfileg vonbrigði 16. nóvember 2012 11:00 Ólafur segir Málarann einu skáldsögu sína sem einungis sé sögð frá einu sjónarhorni og að það hafi verið skemmtileg nýbreytni að glíma við það form. Fréttablaðið/Valli Málarinn eftir Ólaf Gunnarsson er mikil örlagasaga eins og búast má við frá hans hendi. Söguefnið rifjar upp smásöguna Kjarvalsmálverkið í Meistaraverkinu, smásagnasafni Ólafs frá í fyrra. Varð sú saga kveikjan að skáldsögunni? Ekki beint. Sumarið 2004 gerði ég fyrstu tilraunina til að skrifa þessa bók. Sagan í Meistaraverkinu varð til úr þeirri tilraun. Á þeim tíma komst ég ekki lengra með hana. Ég byrja oft á skáldverkum en kemst svo að því að þau lifa ekki. Eins og Norman Mailer sagði einhvern tíma: „Á köldum morgni er dálítið ónotalegt að komast að því að maður er kominn 150 síður í öfuga átt inn í skáldsögu.“ Þannig að þarna 2004 hætti ég að skrifa þessa sögu og skrifaði Höfuðlausn sem er mjög persónulegt verk.“Kom fullsköpuð Þessi hefur samt greinilega ekki látið þig í friði. „Nei, hún var að malla í undirmeðvitundinni. Svo kom hún mjög snögglega og fullsköpuð upp í meðvitundina. Ég gat bara gert eins og Dickens; nóterað niður út á hvað hún gekk og nokkurn veginn fylgt því, án þess þó að missa niður spennuna fyrir því hvað væri að fara að gerast, það var ekkert niðurnjörvað.“ Hvernig vinnurðu, sérðu söguna fyrir þér eins og bíómynd? „Nei, það er frekar eins og innri rödd sem stjórnar henni og trixið er að hafa ekki hemil á röddinni. Það gengur til dæmis ekki fyrir mig að stíla söguna málsgrein eftir málsgrein á meðan hún er að verða til, þá frýs allt. Ég verð einfaldlega bara að leyfa henni að flæða. Stíllinn kemur með söguefninu en ekki öfugt.“Interessant klofningur Söguhetjan Davíð er mjög upptekinn af því að verða meðtekinn af listaelítunni, skiptir það listamenn svona miklu máli? „Ég hugsaði þessa sögu nú ekki út frá því þema, en maður hefur svo sem oft orðið vitni að því að fólk gerir eitthvað, bæði innan listaheimsins og víðari veraldar, og verður síðan reitt yfir því að því sé ekki tekið á réttum forsendum. Klassískt dæmi er reiði reyfarahöfunda yfir því að höfundar í öðrum sjangra séu metnir hærra en þeir. Engu að síður hafa þeir valið sjálfir að skrifa í þessum sjangra. Þetta finnst mér interessant klofningur.“ En skiptir það máli í sögunni að Davíð er listamaður? „Þegar þessi saga kom aftur til mín var hann reyndar bakari. Hann var bakari í heilt ár, en svo kom það til mín að auðvitað átti hann að vera málverkafalsari. Málari sem falsar málverk og missir um leið æruna fullkomlega gagnvart sjálfum sér. Þegar sú uppgötvun var komin gat ég skrifað bókina. Það var mómentið. Eftir það þaut sagan áfram eins og járnbrautarlest.“Plönum ekki synd Kolbrún Bergþórsdóttir sagði í Kiljunni að þú værir svo vondur við sögupersónurnar þínar, hvað finnst þér um að? „Kannski ég sé bara maður sem er yfirleitt vondur við eigin persónur en ef fólki líkar það ekki er nóg af höfundum sem eru góðir við sínar persónur. Vissulega gerast hræðilegir hlutir í þessari sögu en ekki þó svo slæmir að það hafi ekki margt verra gerst í veröldinni. Vandamálið við að skrifa hér á Íslandi er hvað „bærinn“ er lítill, það þykjast allir þekkja söguefnið. En ég held að rithöfundur geti aldrei skrifað um annað en það sem fasínerar hann, annars einfaldlega deyr textinn í höndunum á honum. Ég hef alltaf heillast af því hvernig tilviljanirnar í lífinu marka þá stefnu sem það tekur. Ég held að óhappafólk sé ekkert öðruvísi en annað fólk nema fyrir það eitt að hafa lent í óhappi sem skilgreinir það og þá er engin leið til baka. Það sem við innan gæsalappa mundum kalla synd er ekki eitthvað sem við plönum. Það er bara eitthvað sem gerist og þú sérð ekki fyrr en eftir á. Fólk leggur af stað fullt bjartsýni og heldur að veröldin bíði þess galopin, en líf flestra er alveg skelfileg vonbrigði. Ég er ekki þar með að segja að það sé ekki þess virði að lifa því en það verður ekkert horft fram hjá því að tilveran er erfið.“Skrifuð eins og kvikmynd Þú hefur oft verið talinn trúarlegastur íslenskra skálda, að bækur þínar fjalli til dæmis mikið um synd og refsingu. Er það þema ein grunnhugmyndin að þessari bók? „Það held ég ekki. Í stuttu máli má segja að grunnhugmyndin að þessari bók sé að við göngum svo oft milli bols og höfuðs á því sem síst skyldi í lífi okkar. Ég veit reyndar ekki hvort þessi syndarhugsun er nokkuð trúarleg. Þetta þema kemur fram strax í ásatrúnni. Þetta verk er hins vegar allt öðruvísi skrifað en aðrar bækur mínar, dálítið eins og kvikmynd. Þetta er líka fyrsta langa skáldsagan mín sem er bara sögð frá einu sjónarhorni. Aksjónin í henni er útpæld og konstrúeruð þannig að hún byrjar sem raunsæisskáldsaga en er það samt ekki heldur nokkurs konar hyper-realismi og hraðinn eykst skref af skrefi. Ég er einna ánægðastur með það. Nú er bara spurningin hvað ég ætti að gera næst.“fridrikab@frettabladid.is Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Málarinn eftir Ólaf Gunnarsson er mikil örlagasaga eins og búast má við frá hans hendi. Söguefnið rifjar upp smásöguna Kjarvalsmálverkið í Meistaraverkinu, smásagnasafni Ólafs frá í fyrra. Varð sú saga kveikjan að skáldsögunni? Ekki beint. Sumarið 2004 gerði ég fyrstu tilraunina til að skrifa þessa bók. Sagan í Meistaraverkinu varð til úr þeirri tilraun. Á þeim tíma komst ég ekki lengra með hana. Ég byrja oft á skáldverkum en kemst svo að því að þau lifa ekki. Eins og Norman Mailer sagði einhvern tíma: „Á köldum morgni er dálítið ónotalegt að komast að því að maður er kominn 150 síður í öfuga átt inn í skáldsögu.“ Þannig að þarna 2004 hætti ég að skrifa þessa sögu og skrifaði Höfuðlausn sem er mjög persónulegt verk.“Kom fullsköpuð Þessi hefur samt greinilega ekki látið þig í friði. „Nei, hún var að malla í undirmeðvitundinni. Svo kom hún mjög snögglega og fullsköpuð upp í meðvitundina. Ég gat bara gert eins og Dickens; nóterað niður út á hvað hún gekk og nokkurn veginn fylgt því, án þess þó að missa niður spennuna fyrir því hvað væri að fara að gerast, það var ekkert niðurnjörvað.“ Hvernig vinnurðu, sérðu söguna fyrir þér eins og bíómynd? „Nei, það er frekar eins og innri rödd sem stjórnar henni og trixið er að hafa ekki hemil á röddinni. Það gengur til dæmis ekki fyrir mig að stíla söguna málsgrein eftir málsgrein á meðan hún er að verða til, þá frýs allt. Ég verð einfaldlega bara að leyfa henni að flæða. Stíllinn kemur með söguefninu en ekki öfugt.“Interessant klofningur Söguhetjan Davíð er mjög upptekinn af því að verða meðtekinn af listaelítunni, skiptir það listamenn svona miklu máli? „Ég hugsaði þessa sögu nú ekki út frá því þema, en maður hefur svo sem oft orðið vitni að því að fólk gerir eitthvað, bæði innan listaheimsins og víðari veraldar, og verður síðan reitt yfir því að því sé ekki tekið á réttum forsendum. Klassískt dæmi er reiði reyfarahöfunda yfir því að höfundar í öðrum sjangra séu metnir hærra en þeir. Engu að síður hafa þeir valið sjálfir að skrifa í þessum sjangra. Þetta finnst mér interessant klofningur.“ En skiptir það máli í sögunni að Davíð er listamaður? „Þegar þessi saga kom aftur til mín var hann reyndar bakari. Hann var bakari í heilt ár, en svo kom það til mín að auðvitað átti hann að vera málverkafalsari. Málari sem falsar málverk og missir um leið æruna fullkomlega gagnvart sjálfum sér. Þegar sú uppgötvun var komin gat ég skrifað bókina. Það var mómentið. Eftir það þaut sagan áfram eins og járnbrautarlest.“Plönum ekki synd Kolbrún Bergþórsdóttir sagði í Kiljunni að þú værir svo vondur við sögupersónurnar þínar, hvað finnst þér um að? „Kannski ég sé bara maður sem er yfirleitt vondur við eigin persónur en ef fólki líkar það ekki er nóg af höfundum sem eru góðir við sínar persónur. Vissulega gerast hræðilegir hlutir í þessari sögu en ekki þó svo slæmir að það hafi ekki margt verra gerst í veröldinni. Vandamálið við að skrifa hér á Íslandi er hvað „bærinn“ er lítill, það þykjast allir þekkja söguefnið. En ég held að rithöfundur geti aldrei skrifað um annað en það sem fasínerar hann, annars einfaldlega deyr textinn í höndunum á honum. Ég hef alltaf heillast af því hvernig tilviljanirnar í lífinu marka þá stefnu sem það tekur. Ég held að óhappafólk sé ekkert öðruvísi en annað fólk nema fyrir það eitt að hafa lent í óhappi sem skilgreinir það og þá er engin leið til baka. Það sem við innan gæsalappa mundum kalla synd er ekki eitthvað sem við plönum. Það er bara eitthvað sem gerist og þú sérð ekki fyrr en eftir á. Fólk leggur af stað fullt bjartsýni og heldur að veröldin bíði þess galopin, en líf flestra er alveg skelfileg vonbrigði. Ég er ekki þar með að segja að það sé ekki þess virði að lifa því en það verður ekkert horft fram hjá því að tilveran er erfið.“Skrifuð eins og kvikmynd Þú hefur oft verið talinn trúarlegastur íslenskra skálda, að bækur þínar fjalli til dæmis mikið um synd og refsingu. Er það þema ein grunnhugmyndin að þessari bók? „Það held ég ekki. Í stuttu máli má segja að grunnhugmyndin að þessari bók sé að við göngum svo oft milli bols og höfuðs á því sem síst skyldi í lífi okkar. Ég veit reyndar ekki hvort þessi syndarhugsun er nokkuð trúarleg. Þetta þema kemur fram strax í ásatrúnni. Þetta verk er hins vegar allt öðruvísi skrifað en aðrar bækur mínar, dálítið eins og kvikmynd. Þetta er líka fyrsta langa skáldsagan mín sem er bara sögð frá einu sjónarhorni. Aksjónin í henni er útpæld og konstrúeruð þannig að hún byrjar sem raunsæisskáldsaga en er það samt ekki heldur nokkurs konar hyper-realismi og hraðinn eykst skref af skrefi. Ég er einna ánægðastur með það. Nú er bara spurningin hvað ég ætti að gera næst.“fridrikab@frettabladid.is
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira