Viljaskot í Palestínu 20. nóvember 2012 06:00 Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum. Eðli málsins samkvæmt ættu þær að vera færri og minni, þó ekki væri nema vegna þess að um óburðugar og lítt skipulagðar árásir er að ræða hjá hluta Palestínumanna, en þaulskipulagðar aðgerðir drápsvélar ríkishersins hjá Ísraelsmönnum. Vestrænum fjölmiðlum hefur þó oft þótt meiri tíðindi fólgin í því þegar Ísraelsmaður deyr en Palestínumaður. Og enn berast fregnir af morðum, limlestingum, sprengingum. Viðbjóði. Fullkomnum her beitt gegn íbúðarhverfum. Og sjá; íbúar deyja. Börn, gamalmenni, konur og karlar. Kannski einn og einn vopnum búinn, ég veit það ekki og efast um að ísraelsku morðingjarnir viti það heldur. Þeir kæra sig að minnsta kosti kollótta; fyrir þeim er fælingarmáttur aðgerðanna aðalmálið. Hjá stríðsþjóðum til forna var það stundum haft til siðs að murka lífið á villimannlegan hátt úr heilli borg og láta fregnirnar berast á undan hernum. Þá gáfust íbúarnir kannski upp baráttulaust. Þetta stunda Ísraelsmenn núna. Þeim er skítsama hverja þeir drepa ef skilaboðin komast til skila; við ráðum, þið hlýðið. Og já, kannski við fáum nokkur atkvæði út á þetta í kosningunum sem eru í nánd. Fólk sem drepur annað fólk hefur týnt einhverju af mennsku sinni. Það á við í Palestínu jafnt sem Serbíu, Afganistan, Írak eða hvar það nú er sem Íslendingar hafa stutt dráp á öðru fólki. Fólk sem styður dráp á öðru fólki í fjarlægum heimshlutum hefur einnig misst samband við eigin mennsku. Nú virðist, sem betur fer, eins og flestum sé ofboðið. Linnulausar árásir Ísraelsmanna og algjört skeytingarleysi fyrir mannslífum virðast hafa hreyft við fólki. Og vonandi gleymist sú hneykslan ekki þegar jólaamstrið tekur við. Vonandi sýna íslensk stjórnvöld þann dug að segja við Ísraelsmenn; Nei takk, við viljum ekki vera í sambandi við fólk sem drepur börn viljandi. Slysaskot í Palestínu. Ljóðið segir frá hermanninum sem drap stúlku í ógáti, ætlaði að drepa pabba hennar. Nú vilja Ísraelsmenn drepa feðginin bæði. Og þannig fólk skiptum við ekki við, á nokkurn einasta hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum. Eðli málsins samkvæmt ættu þær að vera færri og minni, þó ekki væri nema vegna þess að um óburðugar og lítt skipulagðar árásir er að ræða hjá hluta Palestínumanna, en þaulskipulagðar aðgerðir drápsvélar ríkishersins hjá Ísraelsmönnum. Vestrænum fjölmiðlum hefur þó oft þótt meiri tíðindi fólgin í því þegar Ísraelsmaður deyr en Palestínumaður. Og enn berast fregnir af morðum, limlestingum, sprengingum. Viðbjóði. Fullkomnum her beitt gegn íbúðarhverfum. Og sjá; íbúar deyja. Börn, gamalmenni, konur og karlar. Kannski einn og einn vopnum búinn, ég veit það ekki og efast um að ísraelsku morðingjarnir viti það heldur. Þeir kæra sig að minnsta kosti kollótta; fyrir þeim er fælingarmáttur aðgerðanna aðalmálið. Hjá stríðsþjóðum til forna var það stundum haft til siðs að murka lífið á villimannlegan hátt úr heilli borg og láta fregnirnar berast á undan hernum. Þá gáfust íbúarnir kannski upp baráttulaust. Þetta stunda Ísraelsmenn núna. Þeim er skítsama hverja þeir drepa ef skilaboðin komast til skila; við ráðum, þið hlýðið. Og já, kannski við fáum nokkur atkvæði út á þetta í kosningunum sem eru í nánd. Fólk sem drepur annað fólk hefur týnt einhverju af mennsku sinni. Það á við í Palestínu jafnt sem Serbíu, Afganistan, Írak eða hvar það nú er sem Íslendingar hafa stutt dráp á öðru fólki. Fólk sem styður dráp á öðru fólki í fjarlægum heimshlutum hefur einnig misst samband við eigin mennsku. Nú virðist, sem betur fer, eins og flestum sé ofboðið. Linnulausar árásir Ísraelsmanna og algjört skeytingarleysi fyrir mannslífum virðast hafa hreyft við fólki. Og vonandi gleymist sú hneykslan ekki þegar jólaamstrið tekur við. Vonandi sýna íslensk stjórnvöld þann dug að segja við Ísraelsmenn; Nei takk, við viljum ekki vera í sambandi við fólk sem drepur börn viljandi. Slysaskot í Palestínu. Ljóðið segir frá hermanninum sem drap stúlku í ógáti, ætlaði að drepa pabba hennar. Nú vilja Ísraelsmenn drepa feðginin bæði. Og þannig fólk skiptum við ekki við, á nokkurn einasta hátt.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun