Innlent

Afnema þarf samkeppnistálma

veiðar og vinnslaSkerpa þarf á verðlagsmálum í sjávarútvegi að mati Samkeppniseftirlitsins.fréttablaðið/vilhelm
veiðar og vinnslaSkerpa þarf á verðlagsmálum í sjávarútvegi að mati Samkeppniseftirlitsins.fréttablaðið/vilhelm
Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og útgerða. Eftirlitið beinir hins vegar tilmælum til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi.

Kvörtunin lýtur að samkeppnisstöðu útgerða sem ekki stunda vinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda veiðar, gagnvart útgerðum sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Gjarnan er talað um lóðrétta samþættingu hjá slíkum fyrirtækjum.

Samkeppniseftirlitið telur hins vegar að lagaumhverfi sjávarútvegs leiði af sér samkeppnisvandamál að þessu leyti. Það mælist til þess að ráðherra beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim vandamálum. Það megi til dæmis gera með milliverðlagningarreglum eða því að koma í veg fyrir að skip útgerðar, sem ekki stundar jafnfram vinnslu, græði hærri hafnargjöld. Samkeppniseftirlitið leggur einnig til að heimildir til kvótaframsals verði auknar og fyrirkomulag laga um Verðlagsstofu skiptaverðs verði skoðuð.

Steingrímur segir að tilmælin verði skoðuð, en þau bárust í hús í gær.

„Vinna hefur staðið yfir við að skoða mál Verðlagsstofu skiptaverðs og hvernig hægt er að styrkja umgjörðina um hana. Þetta rímar ekkert illa við það sem við erum að gera þar."- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×