Ræða lagasetningu vegna lánsveða lífeyrissjóðanna - Fréttaskýring kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 húsnæði Mikið af lánum lífeyrissjóðanna er með lánsveðum í annarra eignum. Viðræður við ríkisstjórnina um lausn á deilunni hafa engu skilað.fréttablaðið/vilhelm Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist. Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist.
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira