Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum kóp skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Björn Valur Gíslason Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.- Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.-
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira