Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum gar@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 verslun Heilbrigðiseftirlitið og verslunarmenn eru ekki samstíga í túlkun á lögum um aðkomu yngri en átján ára að sölu tóbaks.Fréttablaðið/Stefán Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga." Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga."
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira