Afar myndrænar og lifandi persónur 22. nóvember 2012 06:00 ánægður Sigurjón Sighvatsson er ánægður með að hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn á Kulda. fréttablaðið/vilhelm Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesandanum frá upphafi til enda," segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig og staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heimsmælikvarða." Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýskaland, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimmtíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb Fréttir Menning Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesandanum frá upphafi til enda," segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig og staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heimsmælikvarða." Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýskaland, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimmtíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb
Fréttir Menning Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira