Dæmi um að börnin séu misnotuð hér 23. nóvember 2012 08:00 Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu, segir að þegar upp komist um málin haldi fólkið því í flestum tilvikum fram að barnið sé skylt öðru þeirra. Hún segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði nú mál pars sem kom með ungabarn til landsins og lagði fram alla pappíra þess efnis að þau væru foreldrar þess þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir það. Þegar óskað var eftir DNA-rannsókn viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins. Fleiri mál af sama toga eru til skoðunar. Margrét segir Ísland bundið fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga og að stjórnvöldum sé fyrst og fremst skylt að vernda réttindi barnanna. „Það hafa komið upp dæmi þar sem börn hafa verið misnotuð, líður illa og vilja komast burt af heimilinu þegar þau eru búin að vera á landinu í einhvern tíma," segir hún. „En í mörgum tilvikum virðist eins og verið sé að fara vel með þau og sambandið milli foreldra og barns sýnist gott og fallegt." Hún segir þessi mál þó alltaf flókin þar sem fólkið hefur brotið lög. Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk, sem segist foreldrar barns, sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. - þeb, sv / Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu, segir að þegar upp komist um málin haldi fólkið því í flestum tilvikum fram að barnið sé skylt öðru þeirra. Hún segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði nú mál pars sem kom með ungabarn til landsins og lagði fram alla pappíra þess efnis að þau væru foreldrar þess þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir það. Þegar óskað var eftir DNA-rannsókn viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins. Fleiri mál af sama toga eru til skoðunar. Margrét segir Ísland bundið fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga og að stjórnvöldum sé fyrst og fremst skylt að vernda réttindi barnanna. „Það hafa komið upp dæmi þar sem börn hafa verið misnotuð, líður illa og vilja komast burt af heimilinu þegar þau eru búin að vera á landinu í einhvern tíma," segir hún. „En í mörgum tilvikum virðist eins og verið sé að fara vel með þau og sambandið milli foreldra og barns sýnist gott og fallegt." Hún segir þessi mál þó alltaf flókin þar sem fólkið hefur brotið lög. Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk, sem segist foreldrar barns, sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. - þeb, sv /
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira