Lífið

Nýjasta viðbót Ford

Ný fyrirsæta Casey Legler er nýjasta karlfyrirsæta Ford. Hún er þó kona.
Ný fyrirsæta Casey Legler er nýjasta karlfyrirsæta Ford. Hún er þó kona.
Casey Legler er nýjasta karlfyrirsæta fyrirsætuskrifstofunnar Ford. Legler er kona og starfar við list.



Casey Legler er nýjasta karlfyrirsæta Ford fyrirsætuskrifstofunnar. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Legler er kona.

Fyrirsætuferill Legler hófst í sumar þegar hún sat fyrir á myndum sem vinur hennar, ljósmyndarinn Cass Bird, tók fyrir tímaritið Muse. Myndirnar rötuðu svo í hendur starfsmanns Ford skrifstofunnar og næsta dag var Legler boðuð í viðtal.

„Þetta er einstakt lítið augnablik sem tískuiðnaðurinn hefur tekið opnum örmum," sagði Legler og vísar þar til karlfyrirsætunnar Andrej Pejic, sem hefur helst sýnt kvenmannsföt. Tískuheimurinn kallar þetta „androgyny", eða kyntvíræðni. Mörkin milli kynjanna eru óljósari og geta fyrirsætur brugðið sér í ýmis hlutverk, óháð kyni.

„Það væri sannarlega fallegt ef við mættum öll bara klæðast þeim fötum sem við vildum, án þess að það væri hlaðið merkingu," segir Legler sem búsett er í New York og starfar þar sem listamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×