Mætti með mömmumat í prufuna alfrun@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 13:00 Spennt Eva Laufey Hermannsdóttir er einn þátttakenda í Masterchef-þáttunum sem hefja göngu sína í kvöld. fréttablaðið/anton „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og ég hafði gaman af," segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleikaþættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld. Eva Laufey er einn vinsælasti matarbloggari landsins og hefur fengið hátt í 700 þúsund heimsóknir á síðuna sína, Evalaufey.com. Þetta er frumraun hennar í sjónvarpi, en Eva Laufey kveðst vera mikill aðdáandi Masterchef-þáttanna. Það var samt ekki að eigin frumkvæði sem Eva Laufey ákvað sækja um fyrr í haust. „Ég var hvött til að sækja um og eftir smá umhugsunarfrest ákvað ég að slá til. Ég sá að ég hafði litlu að tapa og það yrði skemmtilegt að prófa þetta," segir Eva Laufey sem líkaði vel fyrir framan myndavélina. Eva Laufey viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir prufurnar enda vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í. „Ég róaðist fljótt, enda var mjög fagmannlega að öllu staðið. Ég vildi ekki taka neina áhættu svo ég mætti með hefðbundinn fiskrétt frá mömmu sem ég hafði gert oft áður, með bragðmikilli sósu og fullt af grænmeti, og er í miklu uppáhaldi á mínu heimili." Bakstur og eldamennska eru líf og yndi Evu Laufeyjar, sem stundar háskólanám í viðskiptafræði. Hún segir að það sé freistandi að snúa sér alfarið að eldamennsku. Í kvöld ætlar Eva Laufey að hreiðra um sig fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldu sinni og kærasta til að horfa á fyrsta þáttinn. „Ætli ég eldi ekki eitthvað gott í tilefni dagsins. Maður er með smá fiðrildi í maganum, bara góð samt." Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og ég hafði gaman af," segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleikaþættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld. Eva Laufey er einn vinsælasti matarbloggari landsins og hefur fengið hátt í 700 þúsund heimsóknir á síðuna sína, Evalaufey.com. Þetta er frumraun hennar í sjónvarpi, en Eva Laufey kveðst vera mikill aðdáandi Masterchef-þáttanna. Það var samt ekki að eigin frumkvæði sem Eva Laufey ákvað sækja um fyrr í haust. „Ég var hvött til að sækja um og eftir smá umhugsunarfrest ákvað ég að slá til. Ég sá að ég hafði litlu að tapa og það yrði skemmtilegt að prófa þetta," segir Eva Laufey sem líkaði vel fyrir framan myndavélina. Eva Laufey viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir prufurnar enda vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í. „Ég róaðist fljótt, enda var mjög fagmannlega að öllu staðið. Ég vildi ekki taka neina áhættu svo ég mætti með hefðbundinn fiskrétt frá mömmu sem ég hafði gert oft áður, með bragðmikilli sósu og fullt af grænmeti, og er í miklu uppáhaldi á mínu heimili." Bakstur og eldamennska eru líf og yndi Evu Laufeyjar, sem stundar háskólanám í viðskiptafræði. Hún segir að það sé freistandi að snúa sér alfarið að eldamennsku. Í kvöld ætlar Eva Laufey að hreiðra um sig fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldu sinni og kærasta til að horfa á fyrsta þáttinn. „Ætli ég eldi ekki eitthvað gott í tilefni dagsins. Maður er með smá fiðrildi í maganum, bara góð samt."
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira