Ver raddböndin í rúllukraga 24. nóvember 2012 08:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson er mjög feginn því að rúllukraginn fær uppreisn æru í herratískunni í vetur en hann hefur klæðst rúllukraga frá fermingu. Fréttablaðið/Vilhelm Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari. Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari.
Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira