Hvenær byrjar dagurinn? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 06:00 Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Þessa daga eru börn drepin – venjulegt fólk – í Sýrlandi, á Gasasvæðinu og fólk í suðurhluta Ísraels býr við flugskeytaárásir. Glæpir eru framdir og fólk er tekið af lífi án dóms og laga. Þetta eru ill verk myrkravera. Hvenær dagar? Shimon Peres, nú forseti Ísraels, kom skyndilega til Íslands árið 1993 í leyniferð um Norðurlönd. Tilgangurinn var ný friðaráætlun fyrir stríðandi þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs. Perez hafði áhrif á alla sem hann hittu og það var merkilegt að bera saman með honum sögu Íslendinga og Ísraela. Báðar voru flóttaþjóðir á leið til fyrirheitna landsins, báðar gerðu þá hetjulegu tilraun að byggja land með lögum. Hvað gerir fólk mennskt, skapar þjóð og elur frið? Leyniförin bar ríkulegan árangur. Óslóarsamningurinn var undirritaður skömmu síðar og Bill Clinton skrifaði upp á til tryggingar. Nokkrum árum eftir Íslandskomuna sagði Shimon Perez – á leiðtogafundi í Davos – viskusöguna um mun dags og nætur. Þetta er saga úr gyðinglegri spekihefð. Nótt lýkur og dagur hefst þegar við sjáum ókunnan mann verða að systur eða bróður og deilur hætta. Það er hægt að nota allar stundir sólarhringsins til að gera fólk að óvinum. En þá fyrst dagar þegar fólk sér hvert í öðru manneskjur en ekki hugsanlega óvini. Stríðsmenn munu alltaf finna sér tilefni til að deyða og eyða. En þá fyrst verður afturelding þegar þau sem eru öðruvísi en ég og við geta orðið að grönnum og jafnvel vinum. Speki Ísraels dæmir hernað þessara daga. Shimon Perez þarf að segja þjóð sinni söguna um dagrenningu. Abbas þarf að segja söguna einnig. Sýrlenska þjóðin þarfnast dagrenningar. Og Ísraelar ættu að gefa nágrönnum færi á að koma sem systur friðar og bræður dagsins. Mannfólk – ljóssins börn – systkin? Leyniför ljóssins – og hvenær dagar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Þessa daga eru börn drepin – venjulegt fólk – í Sýrlandi, á Gasasvæðinu og fólk í suðurhluta Ísraels býr við flugskeytaárásir. Glæpir eru framdir og fólk er tekið af lífi án dóms og laga. Þetta eru ill verk myrkravera. Hvenær dagar? Shimon Peres, nú forseti Ísraels, kom skyndilega til Íslands árið 1993 í leyniferð um Norðurlönd. Tilgangurinn var ný friðaráætlun fyrir stríðandi þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs. Perez hafði áhrif á alla sem hann hittu og það var merkilegt að bera saman með honum sögu Íslendinga og Ísraela. Báðar voru flóttaþjóðir á leið til fyrirheitna landsins, báðar gerðu þá hetjulegu tilraun að byggja land með lögum. Hvað gerir fólk mennskt, skapar þjóð og elur frið? Leyniförin bar ríkulegan árangur. Óslóarsamningurinn var undirritaður skömmu síðar og Bill Clinton skrifaði upp á til tryggingar. Nokkrum árum eftir Íslandskomuna sagði Shimon Perez – á leiðtogafundi í Davos – viskusöguna um mun dags og nætur. Þetta er saga úr gyðinglegri spekihefð. Nótt lýkur og dagur hefst þegar við sjáum ókunnan mann verða að systur eða bróður og deilur hætta. Það er hægt að nota allar stundir sólarhringsins til að gera fólk að óvinum. En þá fyrst dagar þegar fólk sér hvert í öðru manneskjur en ekki hugsanlega óvini. Stríðsmenn munu alltaf finna sér tilefni til að deyða og eyða. En þá fyrst verður afturelding þegar þau sem eru öðruvísi en ég og við geta orðið að grönnum og jafnvel vinum. Speki Ísraels dæmir hernað þessara daga. Shimon Perez þarf að segja þjóð sinni söguna um dagrenningu. Abbas þarf að segja söguna einnig. Sýrlenska þjóðin þarfnast dagrenningar. Og Ísraelar ættu að gefa nágrönnum færi á að koma sem systur friðar og bræður dagsins. Mannfólk – ljóssins börn – systkin? Leyniför ljóssins – og hvenær dagar?
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun