Jóladagatal Skoppu og Skrítlu á Stöð 2 1. desember 2012 06:00 Bestu vinir barnanna, þær Skoppa og Skrítla, opna glugga í jóladagatali Stöðvar 2 á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn. Þá mun jólasveinninn mjög líklega gægjast inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Eins og ávallt hjá Skoppu og Skrítlu munu tónlist og dans skipa stóran sess. Margir krakkar hjálpa Skoppu og Skrítlu í jóladagatalinu. Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum. Heitt kakó og rjómi, ómissandi í jólaundirbúningnum. Snæfinnur snjókarl tekur lagið. Skoppa og Skrítla opna einn reit á dag. Jóladagatal Mest lesið Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Jól Jólalögin komin í loftið á Létt Bylgjunni Jól Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Stekkjarstaur kom til byggða í nótt Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól
Bestu vinir barnanna, þær Skoppa og Skrítla, opna glugga í jóladagatali Stöðvar 2 á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn. Þá mun jólasveinninn mjög líklega gægjast inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Eins og ávallt hjá Skoppu og Skrítlu munu tónlist og dans skipa stóran sess. Margir krakkar hjálpa Skoppu og Skrítlu í jóladagatalinu. Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum. Heitt kakó og rjómi, ómissandi í jólaundirbúningnum. Snæfinnur snjókarl tekur lagið. Skoppa og Skrítla opna einn reit á dag.
Jóladagatal Mest lesið Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Jól Jólalögin komin í loftið á Létt Bylgjunni Jól Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Stekkjarstaur kom til byggða í nótt Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól