Jólin til forna 5. desember 2012 15:00 Flestum börnum þykir gaman að sjá hvernig jólin voru haldin á árum áður. Margir hafa það fyrir sið að heimsækja Árbæjarsafn fyrir jólin og fá smjörþefinn af því hvernig jólin voru haldin áður fyrr. Það er ævintýri fyrir börn jafnt sem fullorðna og góður dagur í Árbæjarsafni kemur flestum niður á jörðina. Jólasýning Árbæjarsafns hefur verið vel sótt undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um í hestvagni. Sýningin verður í Árbæjarsafni 2., 9. og 16. desember milli 13 og 17. Þá verður boðið upp á jólaleiðsögn á ensku alla daga í desember klukkan 13. Þar verður farið yfir jólahald fyrri tíma. Skyggnst verður inn á heimili bændafjölskyldna um aldamótin 1900 og verður gestum boðið upp á laufabrauð og jólaöl. Jólafréttir Mest lesið Býr til ævintýraheim í stofunni Jól Að eiga gleðileg jól Jól Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Svona á að pakka fallega Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Kjötbollur í hátíðarbúning Jólin Dagatalið er í uppáhaldi Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Púslið sameinar fjölskylduna Jólin
Margir hafa það fyrir sið að heimsækja Árbæjarsafn fyrir jólin og fá smjörþefinn af því hvernig jólin voru haldin áður fyrr. Það er ævintýri fyrir börn jafnt sem fullorðna og góður dagur í Árbæjarsafni kemur flestum niður á jörðina. Jólasýning Árbæjarsafns hefur verið vel sótt undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um í hestvagni. Sýningin verður í Árbæjarsafni 2., 9. og 16. desember milli 13 og 17. Þá verður boðið upp á jólaleiðsögn á ensku alla daga í desember klukkan 13. Þar verður farið yfir jólahald fyrri tíma. Skyggnst verður inn á heimili bændafjölskyldna um aldamótin 1900 og verður gestum boðið upp á laufabrauð og jólaöl.
Jólafréttir Mest lesið Býr til ævintýraheim í stofunni Jól Að eiga gleðileg jól Jól Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Svona á að pakka fallega Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Kjötbollur í hátíðarbúning Jólin Dagatalið er í uppáhaldi Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Púslið sameinar fjölskylduna Jólin