Forfallinn kökukarl 28. nóvember 2012 14:00 Garðar Thór Cortes gerði eldhússkápana hreina á æskuheimilinu fyrir jólin og borðaði nautatungu hjá ömmu. MYND/VALLI „Ætli það sé ekki að vera ferlega seinn að öllu og hlaupandi um í örvæntingu á aðfangadag í leit að síðustu jólagjöfunum. Við hjónin höfum marglofað sjálfum okkur að klára jólaverkin næst í október eða nóvember en það ferst alltaf fyrir. Ég er ekki einu sinni byrjaður í ár," segir Garðar Thór Cortes söngvari þegar hann er spurður út í jólahefðirnar. Frá jólum bernskunnar segist hann muna eftir hreingerningum og nautatungu. „Ég man að okkur systkinunum var sett fyrir að hreingera eldhússkápana og í minningunni stóð ég mig ákaflega vel, þó að systkini mín kalli mig oft „prinsinn". Ég veit ekki hvað þau meina með því. Ég man líka eftir jólaboðunum hjá ömmu Magdalenu þar sem boðið var upp á nautatungu, sem mér fannst alltaf jafn einkennilegt að borða, hún hafði eitthvert gott/vont bragð, en sósan var himnesk. Mér finnst ómissandi að borða skötu hjá Didda frænda á Þorláksmessu en í seinni tíð hef ég oft þurft að skófla í mig og rjúka út, ilmandi eins og ég veit ekki hvað, og syngja með tenórunum niðri í bæ," segir hann, en söngur og tónleikahald er óhjákvæmilega fylgifiskur söngvarans á aðventu. „Auk þess að syngja á Frostrósum Klassík líkt og undanfarin ár verð ég með mína eigin nýárstónleika í Grafarvogskirkju 30. desember og í Hofi á Akureyri 5. janúar. Sjálfum finnst mér skemmtilegt að gefa samverustund eða upplifun í jólagjöf og mæli auðvitað með tónleikamiðum í jólapakkann." En hvað maular söngvarinn á aðventunni? „Ég er forfallinn nammigrís og kökukarl. En ég held að súkkulaðibitasmákökur sem konan mín bakar standi upp úr." - rat Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól
„Ætli það sé ekki að vera ferlega seinn að öllu og hlaupandi um í örvæntingu á aðfangadag í leit að síðustu jólagjöfunum. Við hjónin höfum marglofað sjálfum okkur að klára jólaverkin næst í október eða nóvember en það ferst alltaf fyrir. Ég er ekki einu sinni byrjaður í ár," segir Garðar Thór Cortes söngvari þegar hann er spurður út í jólahefðirnar. Frá jólum bernskunnar segist hann muna eftir hreingerningum og nautatungu. „Ég man að okkur systkinunum var sett fyrir að hreingera eldhússkápana og í minningunni stóð ég mig ákaflega vel, þó að systkini mín kalli mig oft „prinsinn". Ég veit ekki hvað þau meina með því. Ég man líka eftir jólaboðunum hjá ömmu Magdalenu þar sem boðið var upp á nautatungu, sem mér fannst alltaf jafn einkennilegt að borða, hún hafði eitthvert gott/vont bragð, en sósan var himnesk. Mér finnst ómissandi að borða skötu hjá Didda frænda á Þorláksmessu en í seinni tíð hef ég oft þurft að skófla í mig og rjúka út, ilmandi eins og ég veit ekki hvað, og syngja með tenórunum niðri í bæ," segir hann, en söngur og tónleikahald er óhjákvæmilega fylgifiskur söngvarans á aðventu. „Auk þess að syngja á Frostrósum Klassík líkt og undanfarin ár verð ég með mína eigin nýárstónleika í Grafarvogskirkju 30. desember og í Hofi á Akureyri 5. janúar. Sjálfum finnst mér skemmtilegt að gefa samverustund eða upplifun í jólagjöf og mæli auðvitað með tónleikamiðum í jólapakkann." En hvað maular söngvarinn á aðventunni? „Ég er forfallinn nammigrís og kökukarl. En ég held að súkkulaðibitasmákökur sem konan mín bakar standi upp úr." - rat
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól