Gefa gömlu kjólunum framhaldslíf 7. desember 2012 07:00 Hildur Rósa og starfsfólk 9 lífa á Laugaveginum efna til kjólaskiptimarkaðar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp Jólafréttir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp
Jólafréttir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira