Gleymd barokkperla ómar aftur í Hörpu bergsteinn@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 06:00 Jóhannes Ágústsson Rakst á handrit að konsertverki í háskólabókasafni Dresden og hjó þar eftir orðalagi sem fram að því var eingöngu þekkt úr handritum eftir Vivaldi. Fréttablaðið/Stefán Það er ekki á hverjum degi sem óþekkt tónverk eftir löngu látna meistara eru flutt í fyrsta sinn eftir aldalanga þögn á Íslandi. Það gæti þó orðið reyndin á árlegum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er meðal annars fiðlukonsert þar sem Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari leikur einleik. Höfundur konsertsins er skráður óþekktur en grunur leikur hins vegar á að geti verið eftir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans. Tildrög málsins eru þau að Jóhannes Ágústsson, útgefandi og annar af eigendum 12 tóna hefur lengi verið niðursokkinn í barokktónlist og hefur grúskað í handritasöfnum Háskólabókasafnsins í Dresden. Dresden var jafnan álitin höfuðborg barokksins á árunu, 1720 til 1750 og þar sem sameinuðust sameinuðust tónlistarstefnur frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Háskólabókasafnið í Dresden geymir ansi merkilegt handritasafn frá þessum tíma," segir Jóhannes. „Nú er búið skanna inn þann hluta safnsins sem er með hljóðfæratónlist. Ég var að fara yfir á netinu, verk sem eru höfundarlaus og rakst þá á þennan konsert." Það vakti athygli Jóhannesar að að í verkinu voru partar í konsertnum bæði fyrir orgel og sembal, sem þýddu að konsertinn hafi verið leikinn í bæði höll og kirkjum, sem bendir aftur til að hann hafi verið vinsæll og mikið spilaður. „Það sem stuðaði mig mes voru hins ákveðnar skipanir í handritinu fyrir hljóðfæraleikarana. Þær voru með orðalagi sem hingað til hefur eingöngu verið þekkt úr verkum Vivaldis. Ég hafði samband við einn helsta Vivaldi-sérfræðing okkar daga og hann sannfærðist fljótlega um að hér væri mögulega á ferð áður óþekktur konsert eftir meistarann." Málið er enn til rannsóknar og meðan fræðimenn reyna að brjóta málið til mergjar er höfundur konsertsins enn skráður óþekktur eða „anonymous". „Kannski kemur aldrei ljós með óyggjandi hætti hver höfundurinn er," segir Jóhannes. „En það eru þarna nánast beinar tilvitnanir í verk Vivaldis og ákveðinn stíll sem benda til að hann sé tónskáldið." Á hinn bóginn kemur til greina annar fiðluleikari sem starfaði í Dresden, Cattaneo. „Það er hugsanlegt að hann hafi verið nemandi Vivaldis og sé höfundur konsertsins. Það kom að minnsta kosti í leitirnar annar konsert sem er sannanlega eftir hann og þar er þetta orðalag notað líka." Jóhannes segir að fyrir fræðimenn á sviði tónlistar sé háskólabókasafnið í Dresden eins og fjárssjóðskista, þar sem enn eru að finnast týndir gimsteinar. „Bókasafnið í Dresden hefur getið af sér margar stórar uppgötvanir, til dæmis á verkum eftir Vivaldi.Það er ógrynni af verkum sem enn á eftir að rekja til höfunda sinna, svo það bíða eflaust ófáir fjársjóðir þess enn að vera uppgötvaðir." Konsertinn verður fluttur í fyrsta sinn síðan líklega á 18. öld í Hörpu annað kvöld og Jóhannes hrósar Kammersveitinni fyrir frumkvæðið og hlakkar mikið til að heyra það. „Það er mikið hugrekki að flytja svona óþekktan konsert. Ég heyrði í kollega mínum í Bretlandi, sem hefur hljóðritað mikið af konsertum eftir Vivaldi. Hann hafði setið við æfingar á þessum og sagði að þarna hefði verið einn erfiðasti sólópartur sem hann hefði fengist við. Þetta verða í öllu falli mjög spennandi tónleikar og í raun merkileg stund í barokksögunni. Lífið Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem óþekkt tónverk eftir löngu látna meistara eru flutt í fyrsta sinn eftir aldalanga þögn á Íslandi. Það gæti þó orðið reyndin á árlegum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er meðal annars fiðlukonsert þar sem Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari leikur einleik. Höfundur konsertsins er skráður óþekktur en grunur leikur hins vegar á að geti verið eftir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans. Tildrög málsins eru þau að Jóhannes Ágústsson, útgefandi og annar af eigendum 12 tóna hefur lengi verið niðursokkinn í barokktónlist og hefur grúskað í handritasöfnum Háskólabókasafnsins í Dresden. Dresden var jafnan álitin höfuðborg barokksins á árunu, 1720 til 1750 og þar sem sameinuðust sameinuðust tónlistarstefnur frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Háskólabókasafnið í Dresden geymir ansi merkilegt handritasafn frá þessum tíma," segir Jóhannes. „Nú er búið skanna inn þann hluta safnsins sem er með hljóðfæratónlist. Ég var að fara yfir á netinu, verk sem eru höfundarlaus og rakst þá á þennan konsert." Það vakti athygli Jóhannesar að að í verkinu voru partar í konsertnum bæði fyrir orgel og sembal, sem þýddu að konsertinn hafi verið leikinn í bæði höll og kirkjum, sem bendir aftur til að hann hafi verið vinsæll og mikið spilaður. „Það sem stuðaði mig mes voru hins ákveðnar skipanir í handritinu fyrir hljóðfæraleikarana. Þær voru með orðalagi sem hingað til hefur eingöngu verið þekkt úr verkum Vivaldis. Ég hafði samband við einn helsta Vivaldi-sérfræðing okkar daga og hann sannfærðist fljótlega um að hér væri mögulega á ferð áður óþekktur konsert eftir meistarann." Málið er enn til rannsóknar og meðan fræðimenn reyna að brjóta málið til mergjar er höfundur konsertsins enn skráður óþekktur eða „anonymous". „Kannski kemur aldrei ljós með óyggjandi hætti hver höfundurinn er," segir Jóhannes. „En það eru þarna nánast beinar tilvitnanir í verk Vivaldis og ákveðinn stíll sem benda til að hann sé tónskáldið." Á hinn bóginn kemur til greina annar fiðluleikari sem starfaði í Dresden, Cattaneo. „Það er hugsanlegt að hann hafi verið nemandi Vivaldis og sé höfundur konsertsins. Það kom að minnsta kosti í leitirnar annar konsert sem er sannanlega eftir hann og þar er þetta orðalag notað líka." Jóhannes segir að fyrir fræðimenn á sviði tónlistar sé háskólabókasafnið í Dresden eins og fjárssjóðskista, þar sem enn eru að finnast týndir gimsteinar. „Bókasafnið í Dresden hefur getið af sér margar stórar uppgötvanir, til dæmis á verkum eftir Vivaldi.Það er ógrynni af verkum sem enn á eftir að rekja til höfunda sinna, svo það bíða eflaust ófáir fjársjóðir þess enn að vera uppgötvaðir." Konsertinn verður fluttur í fyrsta sinn síðan líklega á 18. öld í Hörpu annað kvöld og Jóhannes hrósar Kammersveitinni fyrir frumkvæðið og hlakkar mikið til að heyra það. „Það er mikið hugrekki að flytja svona óþekktan konsert. Ég heyrði í kollega mínum í Bretlandi, sem hefur hljóðritað mikið af konsertum eftir Vivaldi. Hann hafði setið við æfingar á þessum og sagði að þarna hefði verið einn erfiðasti sólópartur sem hann hefði fengist við. Þetta verða í öllu falli mjög spennandi tónleikar og í raun merkileg stund í barokksögunni.
Lífið Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira