Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum 19. desember 2012 06:00 Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. Í samskiptum fulltrúa bandaríska heimavarnarráðuneytisins við íslensk yfirvöld hefur komið fram að annars kunni íslensk skip að verða færð niður um öryggisflokk, sem mundi til dæmis kalla á mun ítarlegri skoðun við komuna til Bandaríkjanna en áður. „Menn vilja hafa það alveg geirneglt að laumufarþegar komist ekki um borð í skip og flugför sem fara hér um," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem tók fyrir nokkrum vikum á móti sendinefnd frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heimildum blaðsins fundaði hópurinn jafnframt með fulltrúum Siglingastofnunar og hérlendra skipafélaga. Hjá Siglingastofnun var vísað á ráðuneytið vegna málsins og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert segja. Fyrir nokkrum dögum barst Siglingastofnun svo bréf frá Bandaríkjamönnunum í kjölfar heimsóknarinnar. Afrit af því var sent til ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að í bréfinu sé látin í ljós talsverð óánægja með viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsókninni fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið óskaði eftir því við ráðuneytið að fá bréfið afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til þess að það innihéldi viðkvæmar upplýsingar um siglingaöryggi. „Satt að segja hef ég sannfærst um það fyrir mitt leyti að það er afar vel staðið að þessum málum hér á landi. Í samræmi við það hef ég átt svolítið erfitt með að skilja strangar aðfinnslur Bandaríkjamanna," segir Ögmundur. Hann kveðst ekki hafa skoðað bréfið en telji málið þó í góðum farvegi. Það sé mikið hagsmunamál að siglingar um Ísland gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég held að sameiginleg skoðun á málinu muni annars vegar leiða í ljós að þessi mál eru í betra horfi en einhverjir kynnu að hafa haldið og hins vegar að ef eitthvað þurfi að laga þá sé vilji til þess. Að sjálfsögðu yrði það hins vegar gert á okkar forsendum," segir hann. - sh Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. Í samskiptum fulltrúa bandaríska heimavarnarráðuneytisins við íslensk yfirvöld hefur komið fram að annars kunni íslensk skip að verða færð niður um öryggisflokk, sem mundi til dæmis kalla á mun ítarlegri skoðun við komuna til Bandaríkjanna en áður. „Menn vilja hafa það alveg geirneglt að laumufarþegar komist ekki um borð í skip og flugför sem fara hér um," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem tók fyrir nokkrum vikum á móti sendinefnd frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heimildum blaðsins fundaði hópurinn jafnframt með fulltrúum Siglingastofnunar og hérlendra skipafélaga. Hjá Siglingastofnun var vísað á ráðuneytið vegna málsins og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert segja. Fyrir nokkrum dögum barst Siglingastofnun svo bréf frá Bandaríkjamönnunum í kjölfar heimsóknarinnar. Afrit af því var sent til ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að í bréfinu sé látin í ljós talsverð óánægja með viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsókninni fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið óskaði eftir því við ráðuneytið að fá bréfið afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til þess að það innihéldi viðkvæmar upplýsingar um siglingaöryggi. „Satt að segja hef ég sannfærst um það fyrir mitt leyti að það er afar vel staðið að þessum málum hér á landi. Í samræmi við það hef ég átt svolítið erfitt með að skilja strangar aðfinnslur Bandaríkjamanna," segir Ögmundur. Hann kveðst ekki hafa skoðað bréfið en telji málið þó í góðum farvegi. Það sé mikið hagsmunamál að siglingar um Ísland gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég held að sameiginleg skoðun á málinu muni annars vegar leiða í ljós að þessi mál eru í betra horfi en einhverjir kynnu að hafa haldið og hins vegar að ef eitthvað þurfi að laga þá sé vilji til þess. Að sjálfsögðu yrði það hins vegar gert á okkar forsendum," segir hann. - sh
Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira