Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus 19. desember 2012 09:00 Jólahjólatúr Nýi hjólastígurinn var vígður með pompi og prakt. Mynd/Daði gunnlaugsson Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. Með lagningu þessa stofnstígs frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð að gönguleið við verslun Bauhaus eru stígakerfi sveitarfélaganna tengd saman. Nýi stígurinn er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og er nú hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn við verkið var um 60 milljónir sem deilist á aðstandendur þess. Verktakafélagið Glaumur sá um framkvæmdina en verkið fól meðal annars í sér gerð göngubrúar og um fimm þúsund fermetra malbikslögn. Þá var gengið frá ræsum og 38 ljósastólpar settir upp. Stígurinn liggur í gegnum skógræktina og var rutt fyrir honum í fullu samráði við Skógræktarfélagið. Meðal annars voru þau tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður á náttúrulegan hátt og gróðurþekja úr stígstæðinu var endurnýtt á fláa við stíginn. Í vor verður gengið frá yfirborðsmerkingum þar sem skilið verður á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. - þj Fréttir Tengdar fréttir Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. Með lagningu þessa stofnstígs frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð að gönguleið við verslun Bauhaus eru stígakerfi sveitarfélaganna tengd saman. Nýi stígurinn er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og er nú hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn við verkið var um 60 milljónir sem deilist á aðstandendur þess. Verktakafélagið Glaumur sá um framkvæmdina en verkið fól meðal annars í sér gerð göngubrúar og um fimm þúsund fermetra malbikslögn. Þá var gengið frá ræsum og 38 ljósastólpar settir upp. Stígurinn liggur í gegnum skógræktina og var rutt fyrir honum í fullu samráði við Skógræktarfélagið. Meðal annars voru þau tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður á náttúrulegan hátt og gróðurþekja úr stígstæðinu var endurnýtt á fláa við stíginn. Í vor verður gengið frá yfirborðsmerkingum þar sem skilið verður á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. - þj
Fréttir Tengdar fréttir Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00