Verði minn vilji Charlotte Böving skrifar 31. desember 2012 06:00 Á þessum árstíma, þegar það er splunkunýtt, ákveða margir að strengja áramótaheit. Þegar ég er að ákveða með sjálfri mér hvernig ég vil reyna að auðga líf mitt á nýju ári og hverju ég vil sleppa, segi ég helst ekki frá því sem ég er að hugsa. Ég vel a.m.k. með hverjum ég deili hverju. Óskir og heit hafa tilhneigingu til þess að leysast upp ef maður talar of mikið um þau. Heilinn virðist halda að maður hafi þegar breytt því sem maður er að tala um og hættir að þykja það áhugavert. Áramótaheitið gleymist – þar til að ári, þegar maður áttar sig á því að sama gamla óskin er komin aftur. Topp fimm áramótaheitin eru víst eftirfarandi: Lifa hollara – hreyfa sig meira – vinna minna – hafa meiri tíma til þess sem er mikilvægt – minna stress. Í fljótu bragði góð og gild loforð, en hvers vegna er svona erfitt að standa við þau? Ég held að þau séu of ónákvæm. Þau kalla á samviskubit og eru ekki nógu spennandi eða lostafull. Sem sagt eru þau einfaldlega of óáhugaverð og óáþreifanleg fyrir heilann. Hann veit ekkert hvar hann á að byrja og finnur ekkert bragð. Bragðið kemur þegar maður kafar dýpra og spyr sig að því hvers vegna breytingar eru mikilvægar og hvað maður vill að þær hafi í för með sér af góðum – og slæmum – hlutum. Til dæmis mun mér líða betur líkamlega ef ég hreyfi mig meira, en það mun hugsanlega taka tíma frá fjölskyldunni. Það er mikilvægt að sjá báðar hliðar, þannig að það neikvæða læðist ekki inn svo lítið beri á og skemmi góðan ásetning. Maður getur líka velt því fyrir sér hvernig lífið verði eftir fimm eða tíu ár ef því er breytt núna – og ef það breytist ekki. Ef óskin um breytingar kemur frá hjartanu er auðveldara að verða við henni, vegna þess að hún er einlægari. En án skipulags gerist þó lítið. Hvernig á að ná markmiði sínu? Hvenær á að byrja? Hversu oft þarf að minna sig á það og hver getur hjálpað og stutt? Málið er að velta því fyrir sér hvað maður fær út úr áramótaheitinu og hvað það gefur, í stað þess að einblína á það hvað maður vill. Þá verður leiðin að markinu líka skemmtilegri, í stað þess að byrja enn eitt árið á skyldurækni og kvöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Á þessum árstíma, þegar það er splunkunýtt, ákveða margir að strengja áramótaheit. Þegar ég er að ákveða með sjálfri mér hvernig ég vil reyna að auðga líf mitt á nýju ári og hverju ég vil sleppa, segi ég helst ekki frá því sem ég er að hugsa. Ég vel a.m.k. með hverjum ég deili hverju. Óskir og heit hafa tilhneigingu til þess að leysast upp ef maður talar of mikið um þau. Heilinn virðist halda að maður hafi þegar breytt því sem maður er að tala um og hættir að þykja það áhugavert. Áramótaheitið gleymist – þar til að ári, þegar maður áttar sig á því að sama gamla óskin er komin aftur. Topp fimm áramótaheitin eru víst eftirfarandi: Lifa hollara – hreyfa sig meira – vinna minna – hafa meiri tíma til þess sem er mikilvægt – minna stress. Í fljótu bragði góð og gild loforð, en hvers vegna er svona erfitt að standa við þau? Ég held að þau séu of ónákvæm. Þau kalla á samviskubit og eru ekki nógu spennandi eða lostafull. Sem sagt eru þau einfaldlega of óáhugaverð og óáþreifanleg fyrir heilann. Hann veit ekkert hvar hann á að byrja og finnur ekkert bragð. Bragðið kemur þegar maður kafar dýpra og spyr sig að því hvers vegna breytingar eru mikilvægar og hvað maður vill að þær hafi í för með sér af góðum – og slæmum – hlutum. Til dæmis mun mér líða betur líkamlega ef ég hreyfi mig meira, en það mun hugsanlega taka tíma frá fjölskyldunni. Það er mikilvægt að sjá báðar hliðar, þannig að það neikvæða læðist ekki inn svo lítið beri á og skemmi góðan ásetning. Maður getur líka velt því fyrir sér hvernig lífið verði eftir fimm eða tíu ár ef því er breytt núna – og ef það breytist ekki. Ef óskin um breytingar kemur frá hjartanu er auðveldara að verða við henni, vegna þess að hún er einlægari. En án skipulags gerist þó lítið. Hvernig á að ná markmiði sínu? Hvenær á að byrja? Hversu oft þarf að minna sig á það og hver getur hjálpað og stutt? Málið er að velta því fyrir sér hvað maður fær út úr áramótaheitinu og hvað það gefur, í stað þess að einblína á það hvað maður vill. Þá verður leiðin að markinu líka skemmtilegri, í stað þess að byrja enn eitt árið á skyldurækni og kvöðum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun