Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson skrifar 9. janúar 2013 15:00 Ég fór á dögunum (16. til 18. desember) til Brussel, ásamt hópi íslenskra blaðamanna, og heimsótti stofnanir Evrópusambandsins, hitti fólk, og fylgdist með því þegar opnaðir voru nýir kaflar í aðildarviðræðum samninganefndar Íslands og ESB. Ferðin var kostuð af Evrópustofu, þ.e. Evrópusambandinu. Því skal til haga haldið, og er eðlilegt að liggi fyrir. Ég flutti fréttir af vettvangi í nokkur skipti, í fréttum Stöðvar 2, á Bylgjunni og Vísi.is, og þó það eigi ekki að þurfa nefna það, þá skipti það engu máli fyrir mín störf eða fréttaflutning, að ESB hafi borgað flug og gistingu. Prinsipp-in hjá mér breytast ekki við það. Þegar upp er staðið er það alltaf blaðamaðurinn sem þarf að standa á eigin fótum í heiðarlegum fréttaflutningi. Nokkrir punktar úr ferðinni fylgja hér á neðan, sem mér fannst áhugaverðir. Líklega er eðlilegt að kalla þetta glósur.Fundur með Luke Baker, yfirmanni Reuters í Brussel, og Philippe Ricard, fréttaritara Le Monde í Brussel, var afar gagnlegur. Reuters er að jafnaði með 16 til 20 blaðamenn í Brussel, til að sinna fréttaskrifum fyrir ólíka málaflokka, að sögn Bakers. Þeir eru þó í misjafnlega miklum starfshlutföllum, allt eftir önnum og áherslum á hverjum tíma. Ricard hefur verið fréttaritari Le Monde í Brussel í 10 ár og hefur yfirburðaþekkingu á málefnum sambandsins, og hefur markvisst byggt upp gott tengslanet innan stofnana ESB. Þeirra meginverkefni síðustu ár hefur verið að fylgjast með fjármálakreppunni í Evrópu, og þeirri rökræðu sem átt hefur sér stað innan ESB um hvaða leið væri best út úr vandanum. Brussel er ein mesta blaðamannaborg í heiminum, en um 900 blaðamenn starfa í borginni. Að öðru leyti voru umræðurnar „off the record" spjall um starf þeirra tveggja. Þeir hafa góða innsýn í það sem er að gerast bak við tjöldin. Það er ekki hægt að vitna beint til þess þeir segja, þar sem um það ríkir trúnaður, en í stórum dráttum þá hafa undanfarin fjögur ár einkennst af miklum átökum vegna fjármálakreppunnar. Þau snúa að því, hvert skuli stefnt, í miklum vanda. Hagsmunir ríkja togast á og eru oft uppspretta frétta. Kjörnir fulltrúar eru undir miklum þrýstingi frá hagsmunaðilum, ekki síst á fjármálamarkaði. Það sést glögglega, segja blaðamennirnir. Þeir sögðu báðir að um tvö ár tæki að byggja um gott net heimildarmanna, til að ná góðum tökum á skrifum fyrir þá víðlesnu miðla sem þeir vinna hjá.Karel Lannoo, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar um Evrópumál (Centre for European Policy Studies), ræddi við okkur á fundi. Hann hefur orð á sér fyrir að vera vel að sér í flestum málum, þegar kemur að stefnumörkun Evrópusambandsins á liðnum árum, ekki síst þegar kemur að fjármálamarkaði (Er oft kallaður til sem sérfræðingur í fjölmiðlum, skrifar greinar og kemur að undirbúningi einstaka mála ESB sem sérfræðingur, skv. google). Hann fjallaði ítarlega um þrengingar á mörkuðum í Evrópu, „evru-kreppuna" og hlutverk Seðlabanka Evrópu. Hann sagði of snemmt að segja í reynd hver yrði útkoman, þegar kæmi að þeim aðgerðum sem gripið hefði verið til. En í stórum dráttum hefði tekist að afstýra hörmungum, með meira samstarfi, fremur en minna samstarfi. Þar hefði frumkvæði Seðlabanka Evrópu skipt sköpum, hann hefði gripið inn í á réttum tímum, oft þegar stjórnmálamenn höfðu ekki komist að samkomulagi, með mikilvægum yfirlýsingum um að evran yrði varin, „alveg sama hvað". Þetta væri í reynd pólitísk yfirlýsing, og sem slík hefði hún gert mikið gagn. Ríkisstjórnir einstakra ríkja þyrftu þó að grípa til aðgerða sem væru óvinsælar, og það gæti skapað vandamál. En staðan væri miklu betri nú, og viðráðanlegri, en hún var fyrir tveimur árum. Það hefur náðst árangur. Ein framtíðarspurning væri eftir. Hún er „siðferðileg", sagði Lannoo. Hvernig getur Evrópusambandið verið „jafningi" þegar kemur að hagsmunum Evrópusambandsríkja? Hvernig getur Evrópusambandið fundið lausn á því, að einstaka ríki styrkjast á meðan önnur veikjast, við það skipulag sem nú er fyrir hendi (umgjörð um evru, regluverk um fjármálastarfsemi, ríkisfjármálareglur)? Er hægt að finna lausn, sem allir geta sætt sig við? Þetta sagði hann vera augljósar spurningar, og fyrir einhverjum einfaldar, en þær væru alvarlegar. Svörin væru ekki augljós heldur. Aðspurður um gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu mála í Evrópu, um að það vantaði skýrari hagvaxtaráætlun (Growth plan), þá sagði hann þá gagnrýni eðlilega. En það toguðust á mörg sjónarmið í þessu, og hagfræðingar væru algjörlega ósammála um vegamikil mál. Hann sagði Bandaríkin vinna eftir því að ýta undir hagvöxt, en landið væri með ósjálfbæra ríkisfjármálastöðu á sama tíma. ESB hefði lagt áherslu á að það yrði að grípa til aðgerða, til þess að koma betra lagi á ríkisfjármál landa sambandsins, og að það gæti ekki gerst sársaukalaust. Til framtíðar þyrfti síðan að ýta undir hagvöxt, með þann grunn undir fótum sem aðgerðirnar nú sköpuðu. Hann sagði í sjálfu sér erfitt að segja hvað væri best að gera, í erfiðum aðstæðum, en rökræða um hvert skuli stefna þyrfti að vera „lifandi" og miðast við aðstæður ("always hands on").Ég hef aðeins komið til Brussel í þetta eina skipti. Þetta var lærdómsríkt, þ.e. að kynnast verklaginu, uppbyggingu stofnanna og starfsumhverfinu. M.a. er mikið lagt upp úr góðri starfsaðstöðu fyrir blaðamenn, og hefur öll nálgun Evrópusambandsins að miðlun upplýsinga verið tekin í gegn á tiltölulega skömmum tíma (sjá ágæta samantekt hér). Hægt er að nálgast myndefni, óska eftir viðtölum, og fylgjast með afgreiðslu mála, í gegnum netið og nýta til þess að samfélagsmiðla (þetta færði hugann að einu vefsíðunni sem búin var til á steinöld sem hefur ekki verið uppfærð síðan, vefsíðu Alþingis).Við áttum „off the record" fund með Stefáni Hauki Jóhannessyni, formanni samninganefndar Íslands, og hans fólki (ekki allri samninganefndinni þó. Auk þess sem ég kom seint inn á fundinn, sökum þess að ég var að skila af mér efni). Þar var farið yfir aðildarviðræðurnar, og hvar þær stæðu, auk þess sem rætt var um aðildarferlið og umræðu um það í fjölmiðlum, hér á landi. Þar bar ýmislegt á góma. Margir kvarta, m.a. menn í samninganefndinni, undan því að umræða um Evrópumál sé ekki nægilega djúp hér á landi, þ.e. að lítið sé rætt um efnisatriði þegar kemur að aðildarviðræðunum, heldur sé helsta umræðuefnið oftar en ekki pólitískar deilur. Mér finnst punktur í þessu, en um leið er það skiljanlegt að „fókusinn" sé oft á meiningarmun stjórnmálamanna, þar sem hann er svo augljós og algengt að hann komi fram í opinbera umræðu að frumkvæði stjórnmálamanna. Annars er aðildarferlið nokkuð gagnsætt, þegar kemur að efnislegri framvindu, inn á vefsíðunni www.adildarvidraedur.is. Eftir þessa heimsókn, finnst mér ég hafa betri grunn til þess að átta mig á Evrópusambandinu sem dínamískum „laga-mekkanisma" fyrir 520 milljóna íbúa svæði Evrópu. Alveg óháð því hvort íslenskum stjórnmálamönnum líkar það betur eða verr, að þessi „mekkanismi" sé fyrir hendi, þá er hann áhrifamikill hér á landi í gegnum EES-samninginn þar sem niðurstaða málefnavinnu ESB í einstökum málaflokkum, er lögfest hér á landi. Spurningar sem manni sýnist stjórnmálamenn þurfa að svara, þegar kemur að Íslandi og tengslum þess við Evrópu til framtíðar, eru ekki hvort ESB sé gott eða slæmt, heldur frekar hvort Ísland geti staðið utan þess og sleppt því að taka þátt í „mekkanismanum", þar sem hann hefur það mikil áhrif hér á landi. Þetta er hagsmunamatið, miklu frekar en það hvort hugmyndin um ESB sé góð eða slæm, því sambandið er staðreynd. Eða þannig horfir þetta við mér. Það á ekki að þurfa nefna það, en er kannski vissara svona í ljósi þess hvernig skrif blaðamanna á Íslandi um ESB eru stundum teygð út og suður, að ég hef enga sérstaka skoðun á ESB-málum, þ.e. hvort okkur er betur borgið innan eða utan ESB. Ég átta mig einfaldlega ekki á því. En eitt er alveg ljóst, eftir þessa ferð í mínum huga; Það er sögulegt að Ísland sé í aðildarviðræðum við ESB á sama tíma og Evrópa glímir við mikinn efnahagsvanda heilt á litið og sé að gera einhverjar umfangsmestu breytingar á verklagi sínu þegar kemur að samstarfi á nánast öllum málefnasviðum, frá því grunnurinn að sambandinu varð til með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ég fór á dögunum (16. til 18. desember) til Brussel, ásamt hópi íslenskra blaðamanna, og heimsótti stofnanir Evrópusambandsins, hitti fólk, og fylgdist með því þegar opnaðir voru nýir kaflar í aðildarviðræðum samninganefndar Íslands og ESB. Ferðin var kostuð af Evrópustofu, þ.e. Evrópusambandinu. Því skal til haga haldið, og er eðlilegt að liggi fyrir. Ég flutti fréttir af vettvangi í nokkur skipti, í fréttum Stöðvar 2, á Bylgjunni og Vísi.is, og þó það eigi ekki að þurfa nefna það, þá skipti það engu máli fyrir mín störf eða fréttaflutning, að ESB hafi borgað flug og gistingu. Prinsipp-in hjá mér breytast ekki við það. Þegar upp er staðið er það alltaf blaðamaðurinn sem þarf að standa á eigin fótum í heiðarlegum fréttaflutningi. Nokkrir punktar úr ferðinni fylgja hér á neðan, sem mér fannst áhugaverðir. Líklega er eðlilegt að kalla þetta glósur.Fundur með Luke Baker, yfirmanni Reuters í Brussel, og Philippe Ricard, fréttaritara Le Monde í Brussel, var afar gagnlegur. Reuters er að jafnaði með 16 til 20 blaðamenn í Brussel, til að sinna fréttaskrifum fyrir ólíka málaflokka, að sögn Bakers. Þeir eru þó í misjafnlega miklum starfshlutföllum, allt eftir önnum og áherslum á hverjum tíma. Ricard hefur verið fréttaritari Le Monde í Brussel í 10 ár og hefur yfirburðaþekkingu á málefnum sambandsins, og hefur markvisst byggt upp gott tengslanet innan stofnana ESB. Þeirra meginverkefni síðustu ár hefur verið að fylgjast með fjármálakreppunni í Evrópu, og þeirri rökræðu sem átt hefur sér stað innan ESB um hvaða leið væri best út úr vandanum. Brussel er ein mesta blaðamannaborg í heiminum, en um 900 blaðamenn starfa í borginni. Að öðru leyti voru umræðurnar „off the record" spjall um starf þeirra tveggja. Þeir hafa góða innsýn í það sem er að gerast bak við tjöldin. Það er ekki hægt að vitna beint til þess þeir segja, þar sem um það ríkir trúnaður, en í stórum dráttum þá hafa undanfarin fjögur ár einkennst af miklum átökum vegna fjármálakreppunnar. Þau snúa að því, hvert skuli stefnt, í miklum vanda. Hagsmunir ríkja togast á og eru oft uppspretta frétta. Kjörnir fulltrúar eru undir miklum þrýstingi frá hagsmunaðilum, ekki síst á fjármálamarkaði. Það sést glögglega, segja blaðamennirnir. Þeir sögðu báðir að um tvö ár tæki að byggja um gott net heimildarmanna, til að ná góðum tökum á skrifum fyrir þá víðlesnu miðla sem þeir vinna hjá.Karel Lannoo, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar um Evrópumál (Centre for European Policy Studies), ræddi við okkur á fundi. Hann hefur orð á sér fyrir að vera vel að sér í flestum málum, þegar kemur að stefnumörkun Evrópusambandsins á liðnum árum, ekki síst þegar kemur að fjármálamarkaði (Er oft kallaður til sem sérfræðingur í fjölmiðlum, skrifar greinar og kemur að undirbúningi einstaka mála ESB sem sérfræðingur, skv. google). Hann fjallaði ítarlega um þrengingar á mörkuðum í Evrópu, „evru-kreppuna" og hlutverk Seðlabanka Evrópu. Hann sagði of snemmt að segja í reynd hver yrði útkoman, þegar kæmi að þeim aðgerðum sem gripið hefði verið til. En í stórum dráttum hefði tekist að afstýra hörmungum, með meira samstarfi, fremur en minna samstarfi. Þar hefði frumkvæði Seðlabanka Evrópu skipt sköpum, hann hefði gripið inn í á réttum tímum, oft þegar stjórnmálamenn höfðu ekki komist að samkomulagi, með mikilvægum yfirlýsingum um að evran yrði varin, „alveg sama hvað". Þetta væri í reynd pólitísk yfirlýsing, og sem slík hefði hún gert mikið gagn. Ríkisstjórnir einstakra ríkja þyrftu þó að grípa til aðgerða sem væru óvinsælar, og það gæti skapað vandamál. En staðan væri miklu betri nú, og viðráðanlegri, en hún var fyrir tveimur árum. Það hefur náðst árangur. Ein framtíðarspurning væri eftir. Hún er „siðferðileg", sagði Lannoo. Hvernig getur Evrópusambandið verið „jafningi" þegar kemur að hagsmunum Evrópusambandsríkja? Hvernig getur Evrópusambandið fundið lausn á því, að einstaka ríki styrkjast á meðan önnur veikjast, við það skipulag sem nú er fyrir hendi (umgjörð um evru, regluverk um fjármálastarfsemi, ríkisfjármálareglur)? Er hægt að finna lausn, sem allir geta sætt sig við? Þetta sagði hann vera augljósar spurningar, og fyrir einhverjum einfaldar, en þær væru alvarlegar. Svörin væru ekki augljós heldur. Aðspurður um gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu mála í Evrópu, um að það vantaði skýrari hagvaxtaráætlun (Growth plan), þá sagði hann þá gagnrýni eðlilega. En það toguðust á mörg sjónarmið í þessu, og hagfræðingar væru algjörlega ósammála um vegamikil mál. Hann sagði Bandaríkin vinna eftir því að ýta undir hagvöxt, en landið væri með ósjálfbæra ríkisfjármálastöðu á sama tíma. ESB hefði lagt áherslu á að það yrði að grípa til aðgerða, til þess að koma betra lagi á ríkisfjármál landa sambandsins, og að það gæti ekki gerst sársaukalaust. Til framtíðar þyrfti síðan að ýta undir hagvöxt, með þann grunn undir fótum sem aðgerðirnar nú sköpuðu. Hann sagði í sjálfu sér erfitt að segja hvað væri best að gera, í erfiðum aðstæðum, en rökræða um hvert skuli stefna þyrfti að vera „lifandi" og miðast við aðstæður ("always hands on").Ég hef aðeins komið til Brussel í þetta eina skipti. Þetta var lærdómsríkt, þ.e. að kynnast verklaginu, uppbyggingu stofnanna og starfsumhverfinu. M.a. er mikið lagt upp úr góðri starfsaðstöðu fyrir blaðamenn, og hefur öll nálgun Evrópusambandsins að miðlun upplýsinga verið tekin í gegn á tiltölulega skömmum tíma (sjá ágæta samantekt hér). Hægt er að nálgast myndefni, óska eftir viðtölum, og fylgjast með afgreiðslu mála, í gegnum netið og nýta til þess að samfélagsmiðla (þetta færði hugann að einu vefsíðunni sem búin var til á steinöld sem hefur ekki verið uppfærð síðan, vefsíðu Alþingis).Við áttum „off the record" fund með Stefáni Hauki Jóhannessyni, formanni samninganefndar Íslands, og hans fólki (ekki allri samninganefndinni þó. Auk þess sem ég kom seint inn á fundinn, sökum þess að ég var að skila af mér efni). Þar var farið yfir aðildarviðræðurnar, og hvar þær stæðu, auk þess sem rætt var um aðildarferlið og umræðu um það í fjölmiðlum, hér á landi. Þar bar ýmislegt á góma. Margir kvarta, m.a. menn í samninganefndinni, undan því að umræða um Evrópumál sé ekki nægilega djúp hér á landi, þ.e. að lítið sé rætt um efnisatriði þegar kemur að aðildarviðræðunum, heldur sé helsta umræðuefnið oftar en ekki pólitískar deilur. Mér finnst punktur í þessu, en um leið er það skiljanlegt að „fókusinn" sé oft á meiningarmun stjórnmálamanna, þar sem hann er svo augljós og algengt að hann komi fram í opinbera umræðu að frumkvæði stjórnmálamanna. Annars er aðildarferlið nokkuð gagnsætt, þegar kemur að efnislegri framvindu, inn á vefsíðunni www.adildarvidraedur.is. Eftir þessa heimsókn, finnst mér ég hafa betri grunn til þess að átta mig á Evrópusambandinu sem dínamískum „laga-mekkanisma" fyrir 520 milljóna íbúa svæði Evrópu. Alveg óháð því hvort íslenskum stjórnmálamönnum líkar það betur eða verr, að þessi „mekkanismi" sé fyrir hendi, þá er hann áhrifamikill hér á landi í gegnum EES-samninginn þar sem niðurstaða málefnavinnu ESB í einstökum málaflokkum, er lögfest hér á landi. Spurningar sem manni sýnist stjórnmálamenn þurfa að svara, þegar kemur að Íslandi og tengslum þess við Evrópu til framtíðar, eru ekki hvort ESB sé gott eða slæmt, heldur frekar hvort Ísland geti staðið utan þess og sleppt því að taka þátt í „mekkanismanum", þar sem hann hefur það mikil áhrif hér á landi. Þetta er hagsmunamatið, miklu frekar en það hvort hugmyndin um ESB sé góð eða slæm, því sambandið er staðreynd. Eða þannig horfir þetta við mér. Það á ekki að þurfa nefna það, en er kannski vissara svona í ljósi þess hvernig skrif blaðamanna á Íslandi um ESB eru stundum teygð út og suður, að ég hef enga sérstaka skoðun á ESB-málum, þ.e. hvort okkur er betur borgið innan eða utan ESB. Ég átta mig einfaldlega ekki á því. En eitt er alveg ljóst, eftir þessa ferð í mínum huga; Það er sögulegt að Ísland sé í aðildarviðræðum við ESB á sama tíma og Evrópa glímir við mikinn efnahagsvanda heilt á litið og sé að gera einhverjar umfangsmestu breytingar á verklagi sínu þegar kemur að samstarfi á nánast öllum málefnasviðum, frá því grunnurinn að sambandinu varð til með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun