Engar léttklæddar takk! 9. janúar 2013 11:30 Minna mun sjást af berum leggjum á bílasýningunni í Brussel en í fyrra Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent
Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent