Viðskipti erlent

Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum

Magnús Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi myndist, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti.

Helstu atriði frumvarpsins eru að skattar hækka á þá sem eru með yfir 450.000 dollara í árslaun, eða 57 milljónir kr. en haldast óbreyttir hjá öðrum. Hinsvegar var ákvörðun um niðurskurð í rekstri hins opinbera frestað um tvo mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×