Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarhækkað frá því í gærkvöldi en ástæðan fyrir þessum hækkunum eru að báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp sem forðaði landinu frá svokölluðu fjárlagaþverhnípi.

Brentolían kostar nú rúma 112 dollara á tunnuna og hefur hækkað um tæp 2% frá því í gærdag. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 93 dollara og hefur hækkað um 1,5% á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×