Viðskipti erlent

Samþykkt að rannsaka skattsvik ráðherra í Grikklandi

Gríska þingið hefur samþykkt að rannsakað verði hvort fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, Giorgos Papakonstantinou, hafi reynt að koma í veg fyrir rannsókn á skattsvikum þriggja ættmenna sinna.

Ráðherrann er sakaður um að hafa strikað nöfn þessara ættmenna sinna af svokölluðum Lagarde lista. Þessum lista kom Christina Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í hendur Grikkja árið 2010 en á honum eru upplýsingar um nöfn og innistæður yfir 2.000 Grikkja á leynireikningum í svissneskum banka.

Grísk stjórnvöld hafa haldið því fram að ekki væri hægt að nota listann því hann væri fenginn á ólöglegan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×