Aston Martin 100 ára 17. janúar 2013 10:30 Aston Martin var í eigu Ford árin 1994 til 2007 en er sjálfstætt í dag. Breski lúxusbílaframleiðandinn Aston Martin er 100 ára í ár og heldur uppá afmælið meðal annars með afmælisútgáfum af flestum sínum bílgerðum. Framleiddir verða 100 bílar af hverri gerð Vantage, DB9, Rapide og Vanquish í sérstakri afmælisútgáfu. Bílarnir verða merktir í númararöð og í hverjum bíl verður skjöldur sem tiltekur raðnúmer hans. Bílarnir fá sérstakt lakk og að innan verða þeir með svipaða leðurinnréttingu og er í Aston Martin One-77 Volante, með stöguðu leðri og silfurtvinna. Að öðru leiti er bílarnir eins og hefðbundnu bílgerðirnar. Bílunum fylgja allrahanda smágjafir, svo sem tvö Bang & Olufssen heyrnatól, tveir bíllyklar úr gleri, ermahnappar, pennar úr silfri og fleira glingur sem allt er merkt Aston Martin. Vafalaust höfða þessir bílar til margs efnameira fólks og bílasafnara en fyrir þá þarf að greiða meira en fyrir venjulega Aston Martin bíla. Lionel Martin og Robert Bamfors stofnuðu Bamford og Martin árið 1913, en nafnið breyttist í Aston Martin ári seinna eftir sigur bíls þeirra í Aston Clinton Hillclimb klifurkeppninni. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent
Aston Martin var í eigu Ford árin 1994 til 2007 en er sjálfstætt í dag. Breski lúxusbílaframleiðandinn Aston Martin er 100 ára í ár og heldur uppá afmælið meðal annars með afmælisútgáfum af flestum sínum bílgerðum. Framleiddir verða 100 bílar af hverri gerð Vantage, DB9, Rapide og Vanquish í sérstakri afmælisútgáfu. Bílarnir verða merktir í númararöð og í hverjum bíl verður skjöldur sem tiltekur raðnúmer hans. Bílarnir fá sérstakt lakk og að innan verða þeir með svipaða leðurinnréttingu og er í Aston Martin One-77 Volante, með stöguðu leðri og silfurtvinna. Að öðru leiti er bílarnir eins og hefðbundnu bílgerðirnar. Bílunum fylgja allrahanda smágjafir, svo sem tvö Bang & Olufssen heyrnatól, tveir bíllyklar úr gleri, ermahnappar, pennar úr silfri og fleira glingur sem allt er merkt Aston Martin. Vafalaust höfða þessir bílar til margs efnameira fólks og bílasafnara en fyrir þá þarf að greiða meira en fyrir venjulega Aston Martin bíla. Lionel Martin og Robert Bamfors stofnuðu Bamford og Martin árið 1913, en nafnið breyttist í Aston Martin ári seinna eftir sigur bíls þeirra í Aston Clinton Hillclimb klifurkeppninni.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent