Renault og Fiat segja upp starfsfólki 16. janúar 2013 12:15 Það eru erfiðir dagar nú hjá bílaframleiðendum í suðurhluta Evrópu Fiat í miklum sóknarhug en Renault spilar vörn. Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til ítölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent
Fiat í miklum sóknarhug en Renault spilar vörn. Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til ítölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent