Hulunni svipt af BMW 4 14. janúar 2013 17:30 Rennilegur nýi fjarkinn BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti
Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent