Íslendingur hannar og selur hulstur fyrir iPhone Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2013 14:15 Rakel Tómasdóttir er mikill fagurkeri og hefur fengist við listsköpun síðan hún man eftir sér, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði hönnun og myndlist. Eftir að Rakel eignaðist iPhone rak hún sig á hversu erfitt það var að finna falleg hulstur utan um hann. Á endanum fann hún síðu á netinu þar sem hægt var að senda inn eigin mynd og fá hana prentaða á hulstur.,,Ég fékk mikið hrós fyrir hulstrið sem ég hafði gert sjálf og það voru margir sem sögðu við mig að ég gæti selt þetta", segir Rakel, en í kjölfarið fann hún hagkvæmustu leiðina til að framleiða hulstrin og selur þau nú á facebooksíðunni Facebook.com/utopiart1. Hulstrin kosta 4500 kr.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en vegna eftirspurnar verða hulstrin líka í boði fyrir Samsung síma á á næstu dögum og einnig eru límmiðar fyrir fartölvum með myndum eftir Rakel væntanlegir.Rakel segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram í listinni, en hún stefnir á háskólanám í grafískri hönnun eða vöruhönnun þegar hún klárar Verzlunarskólann. ,,Myndlistin er mín aðferð til þess að komast út úr heiminum í smá stund og hugsa ekki um neitt annað sem er að angra mig. Ég teikna fyrir sjálfa mig og ef fólki finnst það sem ég geri flott þá er það bara gaman," segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.Rakel með eitt af verkum sínum.Facebooksíða Rakelar. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Rakel Tómasdóttir er mikill fagurkeri og hefur fengist við listsköpun síðan hún man eftir sér, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði hönnun og myndlist. Eftir að Rakel eignaðist iPhone rak hún sig á hversu erfitt það var að finna falleg hulstur utan um hann. Á endanum fann hún síðu á netinu þar sem hægt var að senda inn eigin mynd og fá hana prentaða á hulstur.,,Ég fékk mikið hrós fyrir hulstrið sem ég hafði gert sjálf og það voru margir sem sögðu við mig að ég gæti selt þetta", segir Rakel, en í kjölfarið fann hún hagkvæmustu leiðina til að framleiða hulstrin og selur þau nú á facebooksíðunni Facebook.com/utopiart1. Hulstrin kosta 4500 kr.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en vegna eftirspurnar verða hulstrin líka í boði fyrir Samsung síma á á næstu dögum og einnig eru límmiðar fyrir fartölvum með myndum eftir Rakel væntanlegir.Rakel segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram í listinni, en hún stefnir á háskólanám í grafískri hönnun eða vöruhönnun þegar hún klárar Verzlunarskólann. ,,Myndlistin er mín aðferð til þess að komast út úr heiminum í smá stund og hugsa ekki um neitt annað sem er að angra mig. Ég teikna fyrir sjálfa mig og ef fólki finnst það sem ég geri flott þá er það bara gaman," segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.Rakel með eitt af verkum sínum.Facebooksíða Rakelar.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira