Lækkar bensínið í ár? 13. janúar 2013 11:00 Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent
Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent