Einn sá algeggjaðasti 12. janúar 2013 12:54 Lucra bílar er löglegir á venjulegum götum þó keppnishæfir séu. Fáir hafa heyrt nefndan bandaríska bílaframleiðandann Lucra en fyrirtækið framleiðir einar þær alöflugustu spyrnukerrur sem í boði eru. Einn þeirra er LC470 Roadster. Hann vegur ekki nema 900 kíló en er yfir 600 hestöfl. Allt það afl skilar honum í hundraðið á 2,5 sekúndum og hann er ekki nema 9 sekúndur að fara kvartmíluna. Yfirbygging bílsins er eingöngu úr koltrefjum. Lucra LC470 kostar 85.000 dollara, eða um 11 milljónir króna. Ef kaupandi bílsins getur hinsvegar séð af 118.000 dollurum fer hestaflafjöldinn uppí 680 og innréttingin verður betri. Annar valmöguleiki er að kaupa Bugatti Veyron 16.4 Super Sport á 2,4 milljónir dollara, en sá bíll er nákvæmlega jafn lengi að komast á hundrað kílómetra ferð, en er ríflega tuttugu sinnum dýrari. Ef skynsemin ræður för er Lucra því vænlegri kostur til að fanga sem mesta hröðun. Fræðast má meira um Lucra bíla í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent
Lucra bílar er löglegir á venjulegum götum þó keppnishæfir séu. Fáir hafa heyrt nefndan bandaríska bílaframleiðandann Lucra en fyrirtækið framleiðir einar þær alöflugustu spyrnukerrur sem í boði eru. Einn þeirra er LC470 Roadster. Hann vegur ekki nema 900 kíló en er yfir 600 hestöfl. Allt það afl skilar honum í hundraðið á 2,5 sekúndum og hann er ekki nema 9 sekúndur að fara kvartmíluna. Yfirbygging bílsins er eingöngu úr koltrefjum. Lucra LC470 kostar 85.000 dollara, eða um 11 milljónir króna. Ef kaupandi bílsins getur hinsvegar séð af 118.000 dollurum fer hestaflafjöldinn uppí 680 og innréttingin verður betri. Annar valmöguleiki er að kaupa Bugatti Veyron 16.4 Super Sport á 2,4 milljónir dollara, en sá bíll er nákvæmlega jafn lengi að komast á hundrað kílómetra ferð, en er ríflega tuttugu sinnum dýrari. Ef skynsemin ræður för er Lucra því vænlegri kostur til að fanga sem mesta hröðun. Fræðast má meira um Lucra bíla í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent