Körfubolti

NBA í nótt: Sjötta tap Lakers í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant reynir að verjast Kevin Durant.
Kobe Bryant reynir að verjast Kevin Durant. Mynd/AP
Ekkert virðist ganga hjá LA Lakers sem í nótt tapaði sínum sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta.

Lakers tapaði að þessu sinni fyrir Oklahoma City á heimavelli, 116-101. Lakers situr sem fastast í ellefta sæti Austurdeildarinnar en Oklahoma City er ásamt LA Clippers á toppnum og besta árangur allra liða í deildinni.

Kevin Durant lék á als oddi í leiknum og skoraði 42 stig. Russel Westbrook var með 27 stig og tíu stoðsendingar.

Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers sem tapaði síðast sex leikjum í röð fyrir tæpum sex árum síðan. Liðið saknar þeirra Dwight Howard og Pau Gasol sem eru meiddir.

Chicago vann New York, 108-101, þar sem Luol Deng skoraði 33 stig og nýtti alls þrettán af átján skotum sínum í leiknum. Derrick Rose er þó enn frá vegna meiðsla.

Þetta var þriðja tap New York í röð en liðið er í öðru sæti Vesturdeildarinnar. Chicago er í því fimmta.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Charlotte 99-78

Boston - Houston 103-91

Brooklyn - Phoenix 99-79

Atlanta - Utah 103-95

New York - Chicago 101-108

Memphis - San Antonio 101-98

New Orleans - Minnesota 104-92

Milwaukke - Detroit 87-103

Denver - Cleveland 98-91

LA Lakers - Oklahoma City 101-116

Golden State - Portland 103-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×