Viðskipti erlent

Tap Danske Bank vegna kreppunnar er 2.000 milljarðar

Tap Danske Bank frá því að fjármálakreppan hófst árið 2008 nemur 92 milljörðum danskra króna eða yfir 2.000 milljörðum króna.

Megnið af þeirri upphæð eða tæplega 75 milljarðar danskra króna eru vegna afskrifta á slæmum lánum.

Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar er haft eftir Eivind Kolding bankastjóra Danske Bank að það sýni styrk bankans að geta tekið á sig þetta tap án þess að fara á hliðina. Hinsvegar hafi hluthafar bankans þurft að taka tapið á sig að því leyti að þeim hefur ekki verið greiddur arður síðan að kreppan hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×