Renault kynnir jeppling 30. janúar 2013 11:45 Captur verður byggður á sama undirvagni og Renault Clio. Franski bílasmiðurinn Renault hefur ekki tekið neinn þátt í samkeppninni á sívaxandi markaði fyrir jepplinga en nú skal gera bragabót á því. Renault ætlar að kynna til leiks þennan jeppling á bílasýningunni í Genf í mars og hefur hann fengið nafnið Captur. Hann verður smíðaður á sama undirvagni og Renault Clio fólksbíllinn. Vélarkostirnir í Captur verða líklega þeir sömu og eru í boði í Clio, eða 0,9 lítra og 1,2 lítra bensínvélar með túrbínu og 1,5 lítra dísilvél. Sex gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu tengir síðan vélina við drifrásina. Bíllinn verður smíðaður í Valladolid á Spáni. Það er vonandi að þessi knái jepplingur hjálpi Renault að bæta afkomuna, sem hefur ekki verið góð undanfarin misseri. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Captur verður byggður á sama undirvagni og Renault Clio. Franski bílasmiðurinn Renault hefur ekki tekið neinn þátt í samkeppninni á sívaxandi markaði fyrir jepplinga en nú skal gera bragabót á því. Renault ætlar að kynna til leiks þennan jeppling á bílasýningunni í Genf í mars og hefur hann fengið nafnið Captur. Hann verður smíðaður á sama undirvagni og Renault Clio fólksbíllinn. Vélarkostirnir í Captur verða líklega þeir sömu og eru í boði í Clio, eða 0,9 lítra og 1,2 lítra bensínvélar með túrbínu og 1,5 lítra dísilvél. Sex gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu tengir síðan vélina við drifrásina. Bíllinn verður smíðaður í Valladolid á Spáni. Það er vonandi að þessi knái jepplingur hjálpi Renault að bæta afkomuna, sem hefur ekki verið góð undanfarin misseri.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent