Rafmagnsbílar á útsölu 30. janúar 2013 11:00 Ford Focus rafmagnsbíll Framleiðendur hafa flestir slegið verulega af verði vegna dræmrar sölu. Þeir bílaframleiðendur sem selja rafmagnsbíla eiga flestir í vanda að finna kaupendur. Ford er einn þeirra en fyrirtækið hefur boðið Ford Focus rafmagnsbíl í nokkurn tíma. Ekki hefur betur tekist til við sölu hans en svo að heildarsalan í fyrra var einungis 685 bílar. Ford hefur nú brugðist við því með því að lækka bílinn um 4.000 dollara. Þó virðist enn hagstæðara að taka hann á rekstrarleigu til þriggja ára því leigan hefur lækkað sem nemur 10.750 dollurum. Þannig má leigja hann fyrir 285 dollara á mánuði, eða 36.700 kr. og aka honum allt að 17.000 kílómetra á ári. Nissan hefur átt í sama vanda með Leaf rafmagnsbíl sinn og hefur boðað 18% lækkun á 2013 árgerð hans. Hann mun kosta 28.800 dollara, eða 3,7 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir rafmagnsbíl og einsýnt að Nissan græðir ekki mikið á sölu hvers bíls heldur tapar líklega á hverju seldu eintaki. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Framleiðendur hafa flestir slegið verulega af verði vegna dræmrar sölu. Þeir bílaframleiðendur sem selja rafmagnsbíla eiga flestir í vanda að finna kaupendur. Ford er einn þeirra en fyrirtækið hefur boðið Ford Focus rafmagnsbíl í nokkurn tíma. Ekki hefur betur tekist til við sölu hans en svo að heildarsalan í fyrra var einungis 685 bílar. Ford hefur nú brugðist við því með því að lækka bílinn um 4.000 dollara. Þó virðist enn hagstæðara að taka hann á rekstrarleigu til þriggja ára því leigan hefur lækkað sem nemur 10.750 dollurum. Þannig má leigja hann fyrir 285 dollara á mánuði, eða 36.700 kr. og aka honum allt að 17.000 kílómetra á ári. Nissan hefur átt í sama vanda með Leaf rafmagnsbíl sinn og hefur boðað 18% lækkun á 2013 árgerð hans. Hann mun kosta 28.800 dollara, eða 3,7 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir rafmagnsbíl og einsýnt að Nissan græðir ekki mikið á sölu hvers bíls heldur tapar líklega á hverju seldu eintaki.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent