Viðskipti erlent

Exxon komið á toppinn eftir fall Apple

Nordicphotos/Getty
Olíufélagið Exxon Mobil er aftur orðið verðmætasta fyrirtæki heims, eftir fallandi verð á hlutabréfum í Apple að undanförnu. Exxon trónaði á toppnum frá árinu 2005 og allt til ársins 2011 þegar Apple skaut því ref fyrir rass á blómatíma tæknirisans.

Síðan þá hefur Exxon verið í öðru sæti. Nú virðist hins vegar farið að halla undan fæti hjá Apple, hlutabréfin hafa fallið um 37 prósent síðan verð þeirra var í hámarki í september, og fyrirtækin hafa nú skipt um sæti á listanum.

Þrátt fyrir að Apple hafi á síðustu þremur mánuðum ársins 2012 selt um 48 milljónir iPhone-síma og um 23 milljónir iPad spjaldtölvur, höfðu fjárfestar búist við meiru.


Tengdar fréttir

Enn eitt hagnaðarmetið hjá Samsung

Hagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung á síðasta ársfjórðungi ársins 2012 jókst um 76 prósent samanborið við árið á undan. Heildarhagnaðurinn nam 6,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 858 milljörðum króna.

Spá hnignun hjá Apple

Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×