Sigga Heimis bæjarlistamaður Seltjarnarness Ellý Ármanns skrifar 26. janúar 2013 17:30 Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var í dag tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina. Nýkrýndur bæjarlistamaður sér tækifæri fyrir bæjarbúa með nafnbótinni og hyggst miðla af þekkingu sinni og reynslu fyrir samfélagið í heild sinni og einnig í samstarfi við skóla og félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi.Sigga Heimis er borin og barnfæddur Seltirningur. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu og er með meistaragráðu frá Domus Academy í sömu borg. Hún hefur starfað við hönnun í 18 ár, lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA í Svíþjóð en einnig sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku. Síðastliðin 3 ár hefur Sigga rekið eigin teiknistofu en það gerði hún einnig árin 1994-2000 áður en hún hóf störf hjá IKEA. Hún hefur unnið fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi, Corning glerlistasafnið í New York og tekið þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum framleiðendum.Sigga hefur einbeitt sér að fjöldaframleiddri hönnun, en í dag liggja eftir hana á fjórða hundrað vörutegunda. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra við ólíka háskóla víða um heim og haft yfirumsjón með samstarfi IKEA við hönnunarskóla í fjölmörgum löndum. Þá hefur Sigga haldið hönnunarnámskeið fyrir fjölda nemenda hérlendis sem erlendis.Síðustu ár hefur hönnun Siggu beinst meira að félagslegri ábyrgð þar sem sjónum er beint að tilgreindu hagsmunamáli. Stærasta verkefni hennar á því sviði eru glerlistaverk af líffærum manna, en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.Af þessu tilefni mun menningarsvið Seltjarnarness efna til sýningar þar sem lögð er áhersla á fjölskrúðuga ljósahönnun Siggu í sýningarsalnum Eiðisskeri, en sýningin verður opnuð á Safnanótt 8. febrúar næstkomandi.Skoða fleiri myndir hér sem teknar voru við tilnefninguna í dag. Skroll-Lífið Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var í dag tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina. Nýkrýndur bæjarlistamaður sér tækifæri fyrir bæjarbúa með nafnbótinni og hyggst miðla af þekkingu sinni og reynslu fyrir samfélagið í heild sinni og einnig í samstarfi við skóla og félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi.Sigga Heimis er borin og barnfæddur Seltirningur. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu og er með meistaragráðu frá Domus Academy í sömu borg. Hún hefur starfað við hönnun í 18 ár, lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA í Svíþjóð en einnig sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku. Síðastliðin 3 ár hefur Sigga rekið eigin teiknistofu en það gerði hún einnig árin 1994-2000 áður en hún hóf störf hjá IKEA. Hún hefur unnið fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi, Corning glerlistasafnið í New York og tekið þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum framleiðendum.Sigga hefur einbeitt sér að fjöldaframleiddri hönnun, en í dag liggja eftir hana á fjórða hundrað vörutegunda. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra við ólíka háskóla víða um heim og haft yfirumsjón með samstarfi IKEA við hönnunarskóla í fjölmörgum löndum. Þá hefur Sigga haldið hönnunarnámskeið fyrir fjölda nemenda hérlendis sem erlendis.Síðustu ár hefur hönnun Siggu beinst meira að félagslegri ábyrgð þar sem sjónum er beint að tilgreindu hagsmunamáli. Stærasta verkefni hennar á því sviði eru glerlistaverk af líffærum manna, en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.Af þessu tilefni mun menningarsvið Seltjarnarness efna til sýningar þar sem lögð er áhersla á fjölskrúðuga ljósahönnun Siggu í sýningarsalnum Eiðisskeri, en sýningin verður opnuð á Safnanótt 8. febrúar næstkomandi.Skoða fleiri myndir hér sem teknar voru við tilnefninguna í dag.
Skroll-Lífið Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira