Hannar vinabönd í nýjum búning Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2013 12:30 Guðrún Tara Sveinsdóttir vakti athygli fyrir hárspennur- og bönd sem hún byrjaði að selja í Kronkron í desember undir nafninu Dancing Deer. Spennurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru búnar til með svokallaðri vinabanda hnýtiaðferð. Viðbrögðin við spennunum voru stórgóð og eru þær nú nánast uppseldar. Guðrún vinnur hörðum höndum að því að búa til annað upplag þessa dagana, en það er mikil nákvæmnisvinna þar sem hnýtingarnar eru allar handgerðar.Guðrún segir hugmyndina hafa kviknað árið 2006, en þá datt henni í hug að hnýta saman satínborða með vinabandsaðferðinni. Í fyrstu voru þetta löng og stór hálsmen sem tóku margar vikur í vinnslu, en á þessum tíma lærði Guðrún fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Á annars árs tískusýningunni gerði hún fyrst spennur í hárið á fyrirsætunum sem pössuðu við fötin sem hún sýndi þar.Standur með spennum Guðrúnar í Kron kron.Guðrún lagði fatahönnunina á hilluna og skipti yfir í myndlist í LHÍ. Nú er hún á sinni fjórðu önn og segir myndlistina vera bestu reynslu lífs síns hingað til. Vinaböndin fá þó að fylgja henni áfram:,,Vinabönd eiga að tákna umhyggju og gleði og það er tilgangurinn með spennunum. Litagleðin er í fyrirúmi og ég vil að hver og einn geti fundið spennu eða band við sitt hæfi og passar við einstaklinginn. Mér finnst mikilvægt að gera hvert og eitt stykki sjálf. Þó þetta sé mikil handavinna er ég stöðugt drifin áfram við að hnýta því það veitir mér mikla gleði. Ég er sífellt að þróa þetta og mig langar til að bæta einhverju skemmtilegu við fyrir næsta holl sem fer í sölu í Kronkron".Spurð um framhaldið segist Guðrún ætla að einbeita sér að myndlistinni en það eru nokkrar sýningar framundan hjá henni. Einnig talar hún um mjög spennandi verkefni sem er framundan. Hún ætlar að vinna það í samstarfi við unnusta sinn, en hann er er einmitt fatahönnunarnemi við Listaháskólann.Guðrún Tara Sveinsdóttir.Dancing Deer á Facebook. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Guðrún Tara Sveinsdóttir vakti athygli fyrir hárspennur- og bönd sem hún byrjaði að selja í Kronkron í desember undir nafninu Dancing Deer. Spennurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru búnar til með svokallaðri vinabanda hnýtiaðferð. Viðbrögðin við spennunum voru stórgóð og eru þær nú nánast uppseldar. Guðrún vinnur hörðum höndum að því að búa til annað upplag þessa dagana, en það er mikil nákvæmnisvinna þar sem hnýtingarnar eru allar handgerðar.Guðrún segir hugmyndina hafa kviknað árið 2006, en þá datt henni í hug að hnýta saman satínborða með vinabandsaðferðinni. Í fyrstu voru þetta löng og stór hálsmen sem tóku margar vikur í vinnslu, en á þessum tíma lærði Guðrún fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Á annars árs tískusýningunni gerði hún fyrst spennur í hárið á fyrirsætunum sem pössuðu við fötin sem hún sýndi þar.Standur með spennum Guðrúnar í Kron kron.Guðrún lagði fatahönnunina á hilluna og skipti yfir í myndlist í LHÍ. Nú er hún á sinni fjórðu önn og segir myndlistina vera bestu reynslu lífs síns hingað til. Vinaböndin fá þó að fylgja henni áfram:,,Vinabönd eiga að tákna umhyggju og gleði og það er tilgangurinn með spennunum. Litagleðin er í fyrirúmi og ég vil að hver og einn geti fundið spennu eða band við sitt hæfi og passar við einstaklinginn. Mér finnst mikilvægt að gera hvert og eitt stykki sjálf. Þó þetta sé mikil handavinna er ég stöðugt drifin áfram við að hnýta því það veitir mér mikla gleði. Ég er sífellt að þróa þetta og mig langar til að bæta einhverju skemmtilegu við fyrir næsta holl sem fer í sölu í Kronkron".Spurð um framhaldið segist Guðrún ætla að einbeita sér að myndlistinni en það eru nokkrar sýningar framundan hjá henni. Einnig talar hún um mjög spennandi verkefni sem er framundan. Hún ætlar að vinna það í samstarfi við unnusta sinn, en hann er er einmitt fatahönnunarnemi við Listaháskólann.Guðrún Tara Sveinsdóttir.Dancing Deer á Facebook.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira