Hannar vinabönd í nýjum búning Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2013 12:30 Guðrún Tara Sveinsdóttir vakti athygli fyrir hárspennur- og bönd sem hún byrjaði að selja í Kronkron í desember undir nafninu Dancing Deer. Spennurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru búnar til með svokallaðri vinabanda hnýtiaðferð. Viðbrögðin við spennunum voru stórgóð og eru þær nú nánast uppseldar. Guðrún vinnur hörðum höndum að því að búa til annað upplag þessa dagana, en það er mikil nákvæmnisvinna þar sem hnýtingarnar eru allar handgerðar.Guðrún segir hugmyndina hafa kviknað árið 2006, en þá datt henni í hug að hnýta saman satínborða með vinabandsaðferðinni. Í fyrstu voru þetta löng og stór hálsmen sem tóku margar vikur í vinnslu, en á þessum tíma lærði Guðrún fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Á annars árs tískusýningunni gerði hún fyrst spennur í hárið á fyrirsætunum sem pössuðu við fötin sem hún sýndi þar.Standur með spennum Guðrúnar í Kron kron.Guðrún lagði fatahönnunina á hilluna og skipti yfir í myndlist í LHÍ. Nú er hún á sinni fjórðu önn og segir myndlistina vera bestu reynslu lífs síns hingað til. Vinaböndin fá þó að fylgja henni áfram:,,Vinabönd eiga að tákna umhyggju og gleði og það er tilgangurinn með spennunum. Litagleðin er í fyrirúmi og ég vil að hver og einn geti fundið spennu eða band við sitt hæfi og passar við einstaklinginn. Mér finnst mikilvægt að gera hvert og eitt stykki sjálf. Þó þetta sé mikil handavinna er ég stöðugt drifin áfram við að hnýta því það veitir mér mikla gleði. Ég er sífellt að þróa þetta og mig langar til að bæta einhverju skemmtilegu við fyrir næsta holl sem fer í sölu í Kronkron".Spurð um framhaldið segist Guðrún ætla að einbeita sér að myndlistinni en það eru nokkrar sýningar framundan hjá henni. Einnig talar hún um mjög spennandi verkefni sem er framundan. Hún ætlar að vinna það í samstarfi við unnusta sinn, en hann er er einmitt fatahönnunarnemi við Listaháskólann.Guðrún Tara Sveinsdóttir.Dancing Deer á Facebook. Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Guðrún Tara Sveinsdóttir vakti athygli fyrir hárspennur- og bönd sem hún byrjaði að selja í Kronkron í desember undir nafninu Dancing Deer. Spennurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru búnar til með svokallaðri vinabanda hnýtiaðferð. Viðbrögðin við spennunum voru stórgóð og eru þær nú nánast uppseldar. Guðrún vinnur hörðum höndum að því að búa til annað upplag þessa dagana, en það er mikil nákvæmnisvinna þar sem hnýtingarnar eru allar handgerðar.Guðrún segir hugmyndina hafa kviknað árið 2006, en þá datt henni í hug að hnýta saman satínborða með vinabandsaðferðinni. Í fyrstu voru þetta löng og stór hálsmen sem tóku margar vikur í vinnslu, en á þessum tíma lærði Guðrún fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Á annars árs tískusýningunni gerði hún fyrst spennur í hárið á fyrirsætunum sem pössuðu við fötin sem hún sýndi þar.Standur með spennum Guðrúnar í Kron kron.Guðrún lagði fatahönnunina á hilluna og skipti yfir í myndlist í LHÍ. Nú er hún á sinni fjórðu önn og segir myndlistina vera bestu reynslu lífs síns hingað til. Vinaböndin fá þó að fylgja henni áfram:,,Vinabönd eiga að tákna umhyggju og gleði og það er tilgangurinn með spennunum. Litagleðin er í fyrirúmi og ég vil að hver og einn geti fundið spennu eða band við sitt hæfi og passar við einstaklinginn. Mér finnst mikilvægt að gera hvert og eitt stykki sjálf. Þó þetta sé mikil handavinna er ég stöðugt drifin áfram við að hnýta því það veitir mér mikla gleði. Ég er sífellt að þróa þetta og mig langar til að bæta einhverju skemmtilegu við fyrir næsta holl sem fer í sölu í Kronkron".Spurð um framhaldið segist Guðrún ætla að einbeita sér að myndlistinni en það eru nokkrar sýningar framundan hjá henni. Einnig talar hún um mjög spennandi verkefni sem er framundan. Hún ætlar að vinna það í samstarfi við unnusta sinn, en hann er er einmitt fatahönnunarnemi við Listaháskólann.Guðrún Tara Sveinsdóttir.Dancing Deer á Facebook.
Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira