Viðskipti erlent

Nýtt grænlenskt flugfélag í burðarliðnum

Nýtt grænlenskt flugfélag er í burðarliðnum en það á að heita Greenland Express.

Í frétt um málið á dönsku vefsíðunni standby segir að eigendur þessa flugfélags bíði nú eftir heimild fyrir flugrekstrinum frá grænlensku heimastjórninni. Sú heimild ætti að liggja fyrir á næstu dögum.

Fram kemur í fréttinni að Greenland Express ætli sér m.a. að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli en aðaláherslan í fyrstu verður á flug til og frá Álaborg í Danmörku og Amsterdam. Auk þess ætlar flugfélagið í framtíðinni að fljúga til og frá Kanada, Bretlandi og Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×