Mercedes Benz auglýsing tekin á Íslandi 30. janúar 2013 13:30 Eina ferðina enn er fögur náttúra landsins bakgrunnur fyrir glæsikerrur. Nýleg auglýsing Mercedes Benz vegna CLA bíls Benz var tekin hér á landi í fyrra og er mjög forvitnileg áhorfs. Myndskeiðið sem hér má sjá er ríflega þriggja mínútna langt og í því er víða farið um landið. Meðal annars er tekið upp í Mývatnssvæðið, á Nesjavallaleið, við Bláa lónið, við lónið undir Eyjafjöllum og endar myndskeiðið við glæsilegt einbýlishús gegnt Akureyri, hinu megin Eyjafjarðarins. Í auglýsingunni kemur mikið við sögu Husky hundur sem er í hlutverki úlfs eftir ágæta litameðhöndlun. Það örlar aðeins á þjóðarstolti að horfa á glæsikerruna renna um vegina í fagurri íslenskri náttúru. Þegar upptökurnar stóðu yfir á Íslandi höfðu engar myndir sést af þessum nýja bíl Benz. Naskur ljósmyndari náði hinsvegar fyrstu ljósmyndunum af bílnum við Bláa lónið og fóru þær eins og eldur í sinu um netheima. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent
Eina ferðina enn er fögur náttúra landsins bakgrunnur fyrir glæsikerrur. Nýleg auglýsing Mercedes Benz vegna CLA bíls Benz var tekin hér á landi í fyrra og er mjög forvitnileg áhorfs. Myndskeiðið sem hér má sjá er ríflega þriggja mínútna langt og í því er víða farið um landið. Meðal annars er tekið upp í Mývatnssvæðið, á Nesjavallaleið, við Bláa lónið, við lónið undir Eyjafjöllum og endar myndskeiðið við glæsilegt einbýlishús gegnt Akureyri, hinu megin Eyjafjarðarins. Í auglýsingunni kemur mikið við sögu Husky hundur sem er í hlutverki úlfs eftir ágæta litameðhöndlun. Það örlar aðeins á þjóðarstolti að horfa á glæsikerruna renna um vegina í fagurri íslenskri náttúru. Þegar upptökurnar stóðu yfir á Íslandi höfðu engar myndir sést af þessum nýja bíl Benz. Naskur ljósmyndari náði hinsvegar fyrstu ljósmyndunum af bílnum við Bláa lónið og fóru þær eins og eldur í sinu um netheima.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent