Viðskipti erlent

Mesti hagnaður Nordea bankans í sögunni

Norræni stórbankinn Nordea skilaði methagnaði á síðasta ári eða rúmlega 4 milljörðum evra sem samsvarar um 700 milljörðum króna. Fyrra met bankans var árið 2007 þegar hagnaðurinn nam 3,9 milljörðum evra.

Í fréttum í dönskum fjölmiðlum er haft eftir Christian Clausen bankastjóra Nordea að á síðasta ári hafi bankinn haft fleiri viðskiptavini, meira fjármagn, og meiri arðsemi en nokkurn tímann í sögunni. Bankinn sé á undan þeirri fjárhagsáætlun sem sett var upp árið 2011.

Hreinar tekjur jukust um 5% frá fyrra ári á sama tíma og það tókst að draga saman útgjöldin um 1%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×