Endurgreiðslur vegna erlendra kvikmynda fjórtánfölduðust Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:45 Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Game of Thrones Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Game of Thrones Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira