Íslendingur hannar eyrnalokka sem slá í gegn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 09:30 Rannveig Gísladóttir flutti heim til Íslands fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan eftir að hafa stundað nám við fatahönnun í Los Angeles. Þar gekk henni mjög vel, var verðlaunuð í tvígang fyrir framúrskarandi námsárangur og útskrifaðist með láði. Síðasta árið í LA hóf Ranna, eins og hún er kölluð, að hanna fjaðraeyrnalokka sem slóu heldur betur í gegn, en Steven Tyler skartaði meðal annars einum slíkum í auglýsingu fyrir Burger King. Lífið spjallaði við Rönnu.Hvernig kom til að Steven Tyler komst yfir fjaðralokk frá þér? Ég var að selja lokkana í hátískubúð í Los Angeles sem sér hæfir sig í einstökum klæðnaði og skarti eða svokölluðum statement pieces. Stílistar fræga fólksins sækja mikið í búðina til að finna hluti fyrir t.d. tónlistarmyndbönd og myndatökur. Stílisti Stevens keypti lokk sem hitti greinilega beint í mark, en hann hefur sést með þrjá mismunandi lokka frá mér, m.a. í American Idon og þessari auglýsingu fyrir Burger King. Lokkarnir eru enn í sölu úti og stílistar Rihönnu, Keishu og Kate Hudson hafa einnig keypt þá svo það er óhætt að segja að þetta gangi mjög vel.Úr nýlegri myndatöku fyrir Ranna Design. Mynd: Aníta Eldjárn.Hvernig kviknaði hugmyndin að lokkunum? Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á náttúrulegum efnum. Ég hef verið að hanna mín eigin efni úr leðri, hrosshárum og fjöðrum til að sauma úr en fjaðrirnar náðu mér alveg. Ég er búin að vera að gera lokkana í langan tíma, þeir eru í stöðugri þróun og alltaf að breytast. Ég held líka að fólk átti sig ekki á því hvað það tekur langan tíma að gera eitt stykki, ég geri allt í höndunum. Allar fjaðrirnar er unnar frá grunni, þær eru plokkaðar, sléttaðar, pressaðar, litaðar og þeim raðað saman. Hver einasta fjöður þarf að vera algjörlega fullkomin.Hvað ert þú svo að bralla þessa dagana? Fjaðralokkarnir eru nýkomnir í sölu í Kronkron á Vatnsstíg svo ég er bara að hanna og framleiða á fullu. Ég var að enda við að gera lookbook fyrir heimasíðuna mína, www.rannadesign.com sem mun opna á næstu vikum. Svo langar mig mikið að fara að hanna föt aftur og vera með sýningu næsta haust, en ég hef ekki haft tíma til þess vegna eftirspurnar eftir lokkunum og plássleysis. Annars heillar búningahönnun mig líka mikið. Ég gæti vel hugsað mér að fara í slíkt nám og vinna í þeim geira, ég held að það myndi henta mínum stíl mjög vel.Steven Tyler í auglýsingu fyrir Burger King með fjaðralokk eftir Rönnu.Litadýrð. Það ræður því engin tilviljun hvernig fjöðrunum er raðað saman.Rannveig Gísladóttir. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Rannveig Gísladóttir flutti heim til Íslands fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan eftir að hafa stundað nám við fatahönnun í Los Angeles. Þar gekk henni mjög vel, var verðlaunuð í tvígang fyrir framúrskarandi námsárangur og útskrifaðist með láði. Síðasta árið í LA hóf Ranna, eins og hún er kölluð, að hanna fjaðraeyrnalokka sem slóu heldur betur í gegn, en Steven Tyler skartaði meðal annars einum slíkum í auglýsingu fyrir Burger King. Lífið spjallaði við Rönnu.Hvernig kom til að Steven Tyler komst yfir fjaðralokk frá þér? Ég var að selja lokkana í hátískubúð í Los Angeles sem sér hæfir sig í einstökum klæðnaði og skarti eða svokölluðum statement pieces. Stílistar fræga fólksins sækja mikið í búðina til að finna hluti fyrir t.d. tónlistarmyndbönd og myndatökur. Stílisti Stevens keypti lokk sem hitti greinilega beint í mark, en hann hefur sést með þrjá mismunandi lokka frá mér, m.a. í American Idon og þessari auglýsingu fyrir Burger King. Lokkarnir eru enn í sölu úti og stílistar Rihönnu, Keishu og Kate Hudson hafa einnig keypt þá svo það er óhætt að segja að þetta gangi mjög vel.Úr nýlegri myndatöku fyrir Ranna Design. Mynd: Aníta Eldjárn.Hvernig kviknaði hugmyndin að lokkunum? Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á náttúrulegum efnum. Ég hef verið að hanna mín eigin efni úr leðri, hrosshárum og fjöðrum til að sauma úr en fjaðrirnar náðu mér alveg. Ég er búin að vera að gera lokkana í langan tíma, þeir eru í stöðugri þróun og alltaf að breytast. Ég held líka að fólk átti sig ekki á því hvað það tekur langan tíma að gera eitt stykki, ég geri allt í höndunum. Allar fjaðrirnar er unnar frá grunni, þær eru plokkaðar, sléttaðar, pressaðar, litaðar og þeim raðað saman. Hver einasta fjöður þarf að vera algjörlega fullkomin.Hvað ert þú svo að bralla þessa dagana? Fjaðralokkarnir eru nýkomnir í sölu í Kronkron á Vatnsstíg svo ég er bara að hanna og framleiða á fullu. Ég var að enda við að gera lookbook fyrir heimasíðuna mína, www.rannadesign.com sem mun opna á næstu vikum. Svo langar mig mikið að fara að hanna föt aftur og vera með sýningu næsta haust, en ég hef ekki haft tíma til þess vegna eftirspurnar eftir lokkunum og plássleysis. Annars heillar búningahönnun mig líka mikið. Ég gæti vel hugsað mér að fara í slíkt nám og vinna í þeim geira, ég held að það myndi henta mínum stíl mjög vel.Steven Tyler í auglýsingu fyrir Burger King með fjaðralokk eftir Rönnu.Litadýrð. Það ræður því engin tilviljun hvernig fjöðrunum er raðað saman.Rannveig Gísladóttir.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira