Tíu manna álma við Langárbyrgi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2013 08:00 Ný álmann er risin við Langá og bíður lokafrágangs árnefndarmanna fyrir sumarið. Mynd / Hörður Vilberg. Viðbygging með fimm tveggja manna svefnherbergjum er nú risin við veiðihúsið við Langá. Eins og lesa má um á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem hefur Langá á leigu, er viðbyggingin reist norður af starfsmannaaðstöðunni í eystri álmu Langárbyrgis. Það er Veiðifélag Langár á Mýrum sem byggir húsið. Er þess að vænta að þessi bætta aðstaða gagnist ekki síst leiðsögumönnum sem gist hafa í eldri sveitabæ sem farinn er að láta undan síga. Jóhann Gunnar Arnarsson og félagar hans í árnefnd SVFR fyrir Langá reikna með að fara í mars til að mála nýju viðbygginguna og gera hana klára fyrir næsta veiðisumar. 1.090 laxar veiddust í Langá sumarið 2012. Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði
Viðbygging með fimm tveggja manna svefnherbergjum er nú risin við veiðihúsið við Langá. Eins og lesa má um á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem hefur Langá á leigu, er viðbyggingin reist norður af starfsmannaaðstöðunni í eystri álmu Langárbyrgis. Það er Veiðifélag Langár á Mýrum sem byggir húsið. Er þess að vænta að þessi bætta aðstaða gagnist ekki síst leiðsögumönnum sem gist hafa í eldri sveitabæ sem farinn er að láta undan síga. Jóhann Gunnar Arnarsson og félagar hans í árnefnd SVFR fyrir Langá reikna með að fara í mars til að mála nýju viðbygginguna og gera hana klára fyrir næsta veiðisumar. 1.090 laxar veiddust í Langá sumarið 2012.
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði