Biðin kostar 104.000 kr. árlega 6. febrúar 2013 11:00 Biðin kostar Bandaríkjamenn samtals 121 milljarð dollara og 5,5 milljarða klukkustunda Í leiðinni fara 11 milljarðar lítra eldsneytis í súginn. Flestar borgir í Bandaríkjunum eru þéttsetnar bílaumferð og almenningur eyðir miklum tíma og fjármunum í bið til að komast leiðar sinnar. En hvað skildi það kosta meðalmanninn? Umferðarstofnunin A&M í Texas hefur reiknað þetta út og komist að því að sá kostnaður nemur að meðaltali 818 dollurum á ári fyrir hvern ökumann, eða 104.000 krónum. Er þá bæði eldsneytiskostnaður og tapaður tími innifalinn. Auk þess hlýst af þessu gríðarmikil mengun. Af öllum borgum Bandaríkjanna er ástandið verst í Washington. Þar tekur það um 3 klukkutíma að komast leið sem tæki 30 mínútur ef engin væri umferðin. Pensacola í Flórída er best borga hvað þetta varðar og þar þurfa ökumenn ekki að eyða nema 39 mínútum í sama ökutúr, eða aðeins 9 mínútum í bið. Að meðaltali tekur Bandaríkjamann 1,5 klukkutíma að komast leið sem tæki 30 mínútur í engri umferð. Við alla þessa bið eyða Bandaríkjamenn 5,5 milljörðum klukkustunda á ári og 121 milljarði dollara. A&M stofnunin hefur safnað umferðargögnum í 30 og vinnur að því að minnka þennan tíma og leysa umferðarhnúta um allt landið. Á eftir höfuðborginni Washington er ástandið verst í borgunum Los Angeles, San Francisco, New York, Boston, Houston, Atlanta, Chicago, Philadelphia og Seattle. Bandaríkjamenn eyða 11 milljörðum lítra af eldsneyti fastir í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að greiða fyrir umferð í landi bílanna. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Í leiðinni fara 11 milljarðar lítra eldsneytis í súginn. Flestar borgir í Bandaríkjunum eru þéttsetnar bílaumferð og almenningur eyðir miklum tíma og fjármunum í bið til að komast leiðar sinnar. En hvað skildi það kosta meðalmanninn? Umferðarstofnunin A&M í Texas hefur reiknað þetta út og komist að því að sá kostnaður nemur að meðaltali 818 dollurum á ári fyrir hvern ökumann, eða 104.000 krónum. Er þá bæði eldsneytiskostnaður og tapaður tími innifalinn. Auk þess hlýst af þessu gríðarmikil mengun. Af öllum borgum Bandaríkjanna er ástandið verst í Washington. Þar tekur það um 3 klukkutíma að komast leið sem tæki 30 mínútur ef engin væri umferðin. Pensacola í Flórída er best borga hvað þetta varðar og þar þurfa ökumenn ekki að eyða nema 39 mínútum í sama ökutúr, eða aðeins 9 mínútum í bið. Að meðaltali tekur Bandaríkjamann 1,5 klukkutíma að komast leið sem tæki 30 mínútur í engri umferð. Við alla þessa bið eyða Bandaríkjamenn 5,5 milljörðum klukkustunda á ári og 121 milljarði dollara. A&M stofnunin hefur safnað umferðargögnum í 30 og vinnur að því að minnka þennan tíma og leysa umferðarhnúta um allt landið. Á eftir höfuðborginni Washington er ástandið verst í borgunum Los Angeles, San Francisco, New York, Boston, Houston, Atlanta, Chicago, Philadelphia og Seattle. Bandaríkjamenn eyða 11 milljörðum lítra af eldsneyti fastir í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að greiða fyrir umferð í landi bílanna.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent