Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld stefna S&P

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöllin á Wall Street.
Kauphöllin á Wall Street. Mynd/ Getty.
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's býst við því að bandaríska ríkið muni lögsækja fyrirtækið vegna einkunna sem fyrirtækið gaf fasteignalánum, árið 2007, í aðdraganda að fjármálakreppunni. Um er að ræða svokölluð undirmálslán sem hafa jafnan verið talin ein af helstu orsökum fjármálakreppunnar sem skók allan heiminn.

S&P segir að málshöfðunin sé algerlega tilhæfulaus. Málaferlin verða þau fyrstu sem ráðist verður í vegna meintra brota lánshæfismatsfyrirtækja í tengslum við kreppuna. S&P segir að dómsmálaráðuneytið hafi upplýst fyrirtækið um fyrirhugaða málshöfðun, en BBC segir að ráðuneytið hafi ekkert viljað tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×