Chevrolet Steve McQueen til sölu 4. febrúar 2013 09:45 Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent