Hölkná og Ólafsfjarðará kynntar í Amaróhúsinu 3. febrúar 2013 23:51 Töluverð sjóbleikjuveiði er í Ólafsfjarðará. Mynd / Trausti Hafliðason Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Ragnar Hólm Ragnarsson mun fræða menn um Ólafsfjarðará, sem er fín bleikjuá. Ólafsfjarðará er dragá sem á upptök austast á Lágheiðinni og rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún er 61 kílómetra löng og meðalvatnsmikil. Henni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Auk kynningar um Ólafsfjarðará mun fulltrúi Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri lýsa leyndardómum Hölknár í Þistilfirði, sem er laxveiðiá. Hölkná er 49 kílómetra löng dragá sem fellur í Þistilfjörð hjá Ytra Álandi. Á árunum 1974 til 2008 veiddist að meðaltali 91 lax í ánni á ári. Eins og áður eru það Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flugan á Akureyri og Stangaveiðifélagið Flúðir sem standa saman að opna húsinu. Það er haldið í Amaróhúsinu við göngugötuna á Akureyri og hefst klukkan 20, annað kvöld - mánudag. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði 37 punda risalax úr ánni Dee Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði
Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Ragnar Hólm Ragnarsson mun fræða menn um Ólafsfjarðará, sem er fín bleikjuá. Ólafsfjarðará er dragá sem á upptök austast á Lágheiðinni og rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún er 61 kílómetra löng og meðalvatnsmikil. Henni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Auk kynningar um Ólafsfjarðará mun fulltrúi Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri lýsa leyndardómum Hölknár í Þistilfirði, sem er laxveiðiá. Hölkná er 49 kílómetra löng dragá sem fellur í Þistilfjörð hjá Ytra Álandi. Á árunum 1974 til 2008 veiddist að meðaltali 91 lax í ánni á ári. Eins og áður eru það Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flugan á Akureyri og Stangaveiðifélagið Flúðir sem standa saman að opna húsinu. Það er haldið í Amaróhúsinu við göngugötuna á Akureyri og hefst klukkan 20, annað kvöld - mánudag. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði 37 punda risalax úr ánni Dee Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði