Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2013 16:23 Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. Svavar lýsir þessari dirfskuför í þættinum „Um land allt", sem sýndur verður á Stöð 2 kl. 18.55 í kvöld, sunnudag, strax að loknum fréttum. Gosið var búið að standa yfir í rúma fimm mánuði en ekkert hafði orðið vart við virkni í gígnum frá 26. júní. Sex dögum síðar var ákveðið að kanna stöðuna. Svavar segir að í fyrstu hafi staðið til að síga ofan í gíginn en svo hafi þeir ákveðið að ganga niður þegar þeir sáu að þetta var bara brött brekka. Spurður hvort það hafi ekki verið heitt þarna niðri svarar Svavar að þar hafi verið ylvolgt. Þorbirni prófessor hafi raunar þótt svo hlýtt og notalegt að hann hafi sagt að réttast væri að tjalda í gígbotninum. Þessi ganga sexmenninganna ofan í gíginn átti eftir að marka tímamót því goslokin hafa ætíð síðan verið miðuð við þennan atburð. Þarna niðri í gígbotninum lýsti Þorbjörn Sigurgeirsson því yfir að gosinu væri lokið og daginn eftir sendi Almannavarnanefnd Vestmannaeyja út formlega tilkynningu sama efnis. Svavar segir að sumir hafi talið þessa för bölvaðan glannaskap og þeir væru að storka almættinu. „Þá verðum við bara að gera það upp seinna", segir hann og hlær. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. Svavar lýsir þessari dirfskuför í þættinum „Um land allt", sem sýndur verður á Stöð 2 kl. 18.55 í kvöld, sunnudag, strax að loknum fréttum. Gosið var búið að standa yfir í rúma fimm mánuði en ekkert hafði orðið vart við virkni í gígnum frá 26. júní. Sex dögum síðar var ákveðið að kanna stöðuna. Svavar segir að í fyrstu hafi staðið til að síga ofan í gíginn en svo hafi þeir ákveðið að ganga niður þegar þeir sáu að þetta var bara brött brekka. Spurður hvort það hafi ekki verið heitt þarna niðri svarar Svavar að þar hafi verið ylvolgt. Þorbirni prófessor hafi raunar þótt svo hlýtt og notalegt að hann hafi sagt að réttast væri að tjalda í gígbotninum. Þessi ganga sexmenninganna ofan í gíginn átti eftir að marka tímamót því goslokin hafa ætíð síðan verið miðuð við þennan atburð. Þarna niðri í gígbotninum lýsti Þorbjörn Sigurgeirsson því yfir að gosinu væri lokið og daginn eftir sendi Almannavarnanefnd Vestmannaeyja út formlega tilkynningu sama efnis. Svavar segir að sumir hafi talið þessa för bölvaðan glannaskap og þeir væru að storka almættinu. „Þá verðum við bara að gera það upp seinna", segir hann og hlær.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30