50.000 Nissan Leaf seldir Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 14:30 95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent